Innlent

Blaðamenn DV halda ótrauðir áfram

DV forsíða
DV forsíða

Kolbeinn Þorsteinsson trúnaðarmaður á DV segir niðurstöðu fundar blaðamanna sem var að ljúka hafa verið þá að halda áfram að koma út blaði. Hann segir fundinn ekkert sérstaklega hafa rætt hvort ritstjórar blaðsins njóti stuðnings blaðamanna. Aðeins einn blaðamaður hefur sagt upp störfum.

„Niðurstaða fundarins var sú að við ætlum að halda áfram að gefa út blað og sinna okkar skyldum gagnvart lesendum DV. Það munum við gera af þeirri alúð og einurð sem við höfum gert hingað til," segir Kolbeinn í samtali við Vísi.

Hann segir ekkert sérstaklega hafa verið rætt hvort blaðamenn ætli að lýsa yfir stuðningi við ritstjóra blaðsins. „Við skuldum ekki neinum nokkra yfirlýsingu."

Kolbeinn segir þó liggja í augum uppi að blaðamenn DV treysti sér til þess að sinna sinni vinnu áfram með núverandi ritstjóra við stjórnvölin.

Aðeins einn blaðamaður hefur sagt upp störfum en það er Valur Grettisson sem sagði upp í gær. Kolbeinn hefur ekki heyrt af fleiri uppsögnum í dag.






Tengdar fréttir

Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV

Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld.

Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga

Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga.

Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær.

Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram

Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu.

Björgólfur ber af sér sakir í DV máli

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu.

Stöðvaði ekki fréttina

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð.

Blaðamenn Dv funda án ritstjóra

Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn.

Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki

Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu.

Mál Reynis tekið fyrir hjá Blaðamannafélaginu

,,Það hefur ekki tíðkast hjá Blaðmannafélaginu að víkja fólki úr félaginu og það verður ekki gert núna. Það breytir því ekki ég er mjög ósátt við það að Reynir Traustason skuli sem ritstjóiri DV láta undan hótunum aðila út í bæ með því að stöðva frétt," sagði Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við Vísi. Mál Reynis verður tekið fyrir hjá stjórn Blaðamannafélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×