Innlent

Reyndu að brjóta sér leið inn í FME - Snéru sér síðan að Glitni

Hópur mótmælenda, um 40 til 50 manns, hefur komið saman fyrir framan Fjármálaeftirlitið á Suðurlandsbraut. Fólkið safnaðist saman við Glæsibæ og gekk fylktu liði að FME en þegar þangað var komið var búið að læsa anddyrinu. Þá var brugðið á það ráð að brjóta rúðu í hurðinni og fór hópur fólks inn í anddyrið. Annar hópur tók sér stöðu fyrir framan anddyrið og kom í veg fyrir að lögregla kæmist að hópnum sem fór inn.

Eftir nokkurt stapp ákvað fólkið að hverfa frá FME og hélt sem leið lá að útibúi Glitnis við Suðurlandsbraut sem er skammt frá. Þar er fólkið statt núna.

Talskona hópsins fór þess á leit við lögreglu að fá að ná tali af forstjóra FME en þær umleitanir báru ekki árangur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×