Erlent

Skólakreppa í Tókýó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tókýó.
Tókýó.

Skortur á kennurum og skólaliðum í Tókýó, höfuðborg Japans, hefur orðið til þess að meira en 200 nemendaklúbbar í grunnskólum borgarinnar hafa lagst af. Að auki finna um 640 skólar fyrir einhvers konar erfiðleikum tengdum efnahags- og atvinnuástandi sem bitna á nemendum.

Klúbbarnir sem um er að ræða eru dæmigerðir tómstundaklúbbar líkt og þeir sem þekkjast í íslenskum grunnskólum, ljósmyndaklúbbar, kvikmyndaklúbbar, klúbbar sem kenna ræðumennsku og svo framvegis. Formaður skólanefndar Tókýó segist í viðtali við dagblaðið Yomiuri Shimbun hafa þungar áhyggjur af þessari þróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×