Erlent

Óttast að eldri hjón hafi farist í bruna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Óttast er að hjón á sjötugsaldri hafi farist þegar timburhús í Ósló brann til grunna í nótt. Tilkynnt var um eldinn upp úr miðnætti og hafði slökkvilið ráðið niðurlögum hans um klukkan þrjú.

Átján íbúar aðliggjandi húsa voru látnir yfirgefa heimili sín í öryggisskyni meðan slökkvistarf stóð yfir. Lík annars er þegar fundið í húsinu sem brann, en hins er enn saknað. Stórbrunar hafa veirð óvenju tíðir og mannskæðir í Olsó upp á síðkastið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×