Innlent

Krefjast greiðsluaðlögunar að norrænni fyrirmynd

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökin krefjast þess að sett verði lög um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd. Samtökin hafa undanfarin ár talað fyrir slíkri lagasetningu.

Þörfin hefur aldrei verið brýnni en einmit nú þegar þjóðin gengur í gegnum afar djúpa efnahagslægð sem bitnar illa á heimilunum, að mati Neytendasamtakana.

Samtökin segja óþolandi að drög að slíku frumvarpi skuli hafa verið samið en ekki lagt fram á Alþingi. Þess í stað sé það sent á milli viðskiptaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins.

,,Neytendasamtökin krefjast þess að frumvarpið verði þegar lagt fram á Alþingi og fái þar flýtimeðferð. Ljóst er að ný lög um greiðsluaðlögun geta hjálpað þeim heimilum sem standa hvað verst og eiga við verulega fjárhagsörðugleika að ræða," segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×