Innlent

Skora á Ólaf að skrifa ekki undir fjárlagafrumvarpið

Frá mótmælafundi á Austurvelli í haust.
Frá mótmælafundi á Austurvelli í haust.

Hafið er átak þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hörður Torfason er meðal þeirra sem standa að áskoruninni og vefsíðunni sem hefur verið opnuð. Fjárlagafrumvarpið er meðal annars sagt eiga heima á öskuhaug sögunnar.

,,Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu," segir í áskoruninni.

Þar segir jafnframt að frumvarpið sé mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilium, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð.

,,Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu."

Fyllyrt er að frumvarpið sé samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafvel kúgun frá ESB. Það sé því aðför að fullveldi Íslands.

Áskorunina er að finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×