Erlent

Sex mánaða vopnahlé á Gaza senn á enda

Liðsmenn Hamas-samtakanna héldu upp á tuttugu og eins árs afmæli samtakanna 14. desember sl. MYND/AP
Liðsmenn Hamas-samtakanna héldu upp á tuttugu og eins árs afmæli samtakanna 14. desember sl. MYND/AP

Tímabundið vopnahlé Hamas samtakana og Ísrael á Gaza-ströndinni lýkur næst komandi föstudag. Það hefur staðið í sex mánuði.

Vopnahlé milli Ísraela og Hamas-liða á Gaza tók gildi um miðjan júní. Opnað var fyrir hluta landamæranna að Gaza sem Ísraelar höfðu lokað vegna flugskeytaárása þaðan.

Þetta vopnahlé hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í kvöld lést 47 ára gamall karlmaður í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið á byggingu sem hann var í.

Leiðtogi Hamas sem er í útlegð í Sýrlandi sagði í yfirlýsing fyrr í mánuðinum: ,,Það verður ekkert framhald á friðinum þegar vopnahléið rennur út."

Vopnahléið byrjaði að rofna fyrir alvöru í nóvember þegar ísraelskir hermenn fóru inn á Gaza-svæðið til að eyðileggja jarðgöng, sem ísraelski herinn sagði að herskáir Palestínumenn hafi grafið í þeim tilgangi að nota þau til árása á Ísrael. Tugir Palestínumanna féllu t í átökunum í kjölfarið.

Í framhaldinu sá Evrópusambandið ástæðu til að hvetja Ísraelsstjórn til að opna landamærin til Gaza, til þess að að eldsneyti og aðrar lífsnauðsynjar gætu borist til íbúa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×