Fleiri fréttir

Á annan milljarð í skólalóðir

Verja á 1,6 milljörðum króna í að bæta aðstöðu á lóðum grunnskóla í borginni á næstu fimm árum samkvæmt áætlun sem framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar hefur sett fram.

SGS vill fund með ríkisstjórn líkt og BSRB

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands óskaði í dag eftir því við forsætisráðherra að komið yrði á sérstökum fundi vegna samningamála sambandsins við ríkið.

Óttast að fjögur þúsund séu látnir

Nú er talið að um fjögur þúsund manns hafi látist í fellibylnum sem skall á Burma um helgina. Þetta hafa þarlendir fjölmiðlar eftir almannavörnum landsins en auk þess er þrjú þúsund manns saknað að minnsta kosti.

Fjöldaganga gegn umferðarslysum á fimmtudag

Efnt verður til fjöldagöngu gegn umferðarslysum annað árið í röð vegna fjölda áskorana. Fimmtán létust og 195 slösuðust alvarlega í umferðinni á síðasta ári.

Frakkarnir eru komnir

Fjórar franskar Mirage 2000 orrustuþotur lentu á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir hádegi. Þær munu sinna eftirliti með íslensku lofthelginni næstu sex vikurnar. Hundrað og tíu manna sveit fylgir þotunum.

Fundu lík þriggja kornabarna í frysti

Þýsk kona hefur verið handtekin eftir að lögregla fann lík þriggja kornabarna í frysti á heimili í bænum Wenden-Möllmicke, austur af Köln, í gær. Frá þessu greindu saksóknarar í Þýskalandi í dag.

Samið við einkaaðila um augasteinsaðgerðir

Samninganefnd heilbrigðisráðherra hefur gert samning við hlutafélagið Sjónlag og einkahlutafélagið Lasersjón um augasteinsaðgerðir og ættu biðlistar vegna þeirra að heyra sögunni til á næsta ári.

Vilja setja takmörk á akstur ungmenna

Þrjú ungmenni létu lífið í bílslysi í Noregi í gær. Þau keyrðu á ofsahraða á tré. Áreksturinn var svo harður að tréð endaði inni í miðju bílflakinu.

Krónprinsparið lenti á Reykjavíkurflugvelli

Friðrik krónprins Danmerkur og kona hans María Elísbet lentu nú á ellefta tímanum á Reykjavíkurflugvelli en hingað eru þau komin í opinbera heimsókn sem stendur fram á fimmtudag.

Gistinóttum á hótelum fækkaði í mars

Gistinóttum á hótelum fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgaði um rúm þrjú prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þær reyndust nærri 212 þúsund janúar til mars í ár en voru tæplega 205 þúsund í fyrra.

Enn dregur úr veltu á húsnæðismarkaði

Enn dregur úr veltunni á húsnæðismarkaðnum og var hún aðeins 1,6 milljarðar í síðsutu viku, sem er röskum milljarði undir meðaltali síðustu tólf vikna.

Mona Lisa enn föst

Dráttarbátar reyna nú að losa skemmtiferðaskipið Monu Lisu af strandstað en það steytti á sandrifi undan strönd Lettlands. Eitt þúsund manns eru um borð í skipinu en ekki er talið að hætta steðji að því. Skipið var á leið frá þýsku borginni Kiel til Riga í Lettlandi þegar það strandaði.

Grásleppukarlar kætast

Verð á grásleppuhrognum hefur hækkað verulega eftir því sem á vertíðina hefur liðið enda mun nú vera skortur á þeim á heimsmarkaði. Verðið var um 230 krónur fyrir kílóið á síðusut vertíð en er nú komið upp í 450 krónur, sem er nærri tvöföldun.

Fjöldamorð í Mexíkó

Að minnsta kosti sextán manns voru drepnir í tveimur skotárásum í suðurhluta Mexíkó um helgina. Öll fórnalömbin voru meðlimir í samtökum búgarðaeigenda á svæðinu en grunur leikur á að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að árásunum.

Féflettur á strípibúllunni Stringfellows

Á strípibúllunni Stringfellows í London fletta konur sig klæðum en þar eru karlar féflettir. Það segir norskur athafnamaður sem hugðist fara í mál við staðinn eftir fjörugt kvöld á þessum fornfræga stað. Maðurinn bauð nokkrum viðskiptafélögum sínum út á lífið í London og sagði lítið mál að sjá um reikninginn.

Ríkir í Bólivíu vilja sjálfstjórn

Forseti Bólivíu, Evo Morales, segist ekki taka mark á kosningum sem fram fóru í Santa Cruz, ríkasta héraði landsins um helgina þar sem íbúarnir kusu að krefjast sjálfstjórnar. Morales segir að kosningin sé ólögleg og því ómarktæk.

Íranar segja sama og þegið

Íranir ætla ekki að taka tilboði heimsveldanna um kjarnorkuvæðingu landsins. Í tilboðinu fólst að ef Íranar hættu framleiðslu á auðguðu úrani myndu stórveldi heimsins bjóða samvinnu við að byggja upp kjarnorkuver í landinu til rafmagnsframleiðslu.

Hjálp tekin að berast til Búrma

Hjálp er tekin að berast til Búrma en hjálparstofnanir heimsins hafa lagt hart að herforingjastjórninni í Rangoon að hleypa björgunarliði inn í landið. Fellibylur reið yfir landið um helgina og eru minns 400 látnir.

Sprenging í kínverskum strætisvagni

Þrír létust í nótt þegar strætisvagn sprakk í loft upp í úthverfi kínversku borgarinnar Sjanghæ. Kínverskar fréttastofur segja enn óljóst hvað ollið hafi sprengingunni en um fimmtíu manns voru í vagninum.

Færeyskur línubátur á leið til Hafnar

Færeyskur línubátur með nokkurra manna áhöfn er á leið til Hafnar í Hornafirði eftir að hafa fengið línuna í skrúfuna á miðunum. Þrátt fyrir það getur hann siglt fyrir eigin vélarafli, en gengur ekki nema þrjár sjómílur.

Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot

Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra.

Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn

Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot.

Banaslys í Kömbunum

Banaslys varð í Kömbunum á þriðja tímanum í dag. Svo virðist sem pallbíll hafi farið fram af í næstneðstu beygjunni og hrapað niður töluverða vegalengd. Lögreglan og sjúkralið er að störfum á slysstað.

Verkalýðsfélög sameinast á Húsavík

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélag Húsavíkur, sameinuðust í nýju stéttarfélagi 1. maí s.l. undir nafninu Framsýn-stéttarfélag. Félagið nær frá Vaðlaheiði í vestri og austur fyrir Raufarhöfn.

Eldur á efri hæð íbúðahúss í Njarðvík

Rétt fyrir hádegi kom upp eldur á efri hæð í íbúðarhúsi í Njarðvík. Íbúar í húsinu náðu að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn en talsverður reykur var í húsinu.

Flak þyrlunnar rannsakað nánar

Flak þyrlunnar, sem brotlenti við Kleifarvatn um hádegisbil í gær, var flutt af vettvangi síðdegis í gær í geymsluskýli Rannsóknarnefndar flugslysa þar sem það verður rannsakað nánar.

Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði

Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr.

Sjá næstu 50 fréttir