Innlent

Eldur á efri hæð íbúðahúss í Njarðvík

Rétt fyrir hádegi kom upp eldur á efri hæð í íbúðarhúsi í Njarðvík. Íbúar í húsinu náðu að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn en talsverður reykur var í húsinu.

Talið er að kveiknaði hafði í út frá rafmagni og eldur borist í sjónvarp í íbúðinni og brenndist einn íbúinn nokkuð á höndum við að reyna að koma sjónvarpinu út.

Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en hann gæti einnig hafa fengið snertu af reykeitrun. Slökkviliðsmenn frá Brunabörnum Suðurnesja reykræstu húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×