Innlent

Verkalýðsfélög sameinast á Húsavík

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélag Húsavíkur, sameinuðust í nýju stéttarfélagi 1. maí s.l. undir nafninu Framsýn-stéttarfélag. Félagið nær frá Vaðlaheiði í vestri og austur fyrir Raufarhöfn.

Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandsisn um málið segir að þessi áfangi er mjög í takt við tímann, að sameina félög í sterkar einingar sem eru betur færar um að veita félagsmönnum sínum þjónustu, standa vörð um kjör þeirra og ekki síður gæta hagsmuna fólksins í nærumhverfinu í breytileika atvinnulífsins.

Ekki er að efa að þessi sameining muni verða launafólki á Norðausturlandi til góðs. Það er mikilvægt að rödd landsbyggðarinnar eigi öflugan málsvara í sterkum félögum verkafólks, einkum varðandi byggðaþróun, atvinnuuppbyggingu, fullorðinsfræðslu og starfsendurhæfingu, sem eru allt verkefni, auk kjaramála, sem stéttarfélögin hafa og eiga að hafa áhrif á, hvert á sínum stað.

Innan Starfsgreinasambandsins hafa félög verið að sameinast í þessum anda; á Vesturlandi, Vestfjörðum, við Eyjafjörð, á Austurlandi og nú síðast á Norðausturlandi, en áður höfðu félögin í Öxarfirði og á Raufarhöfn sameinast Verkalýðsfélagi Húsavíkur.

Formaður hins nýja félags er Aðalsteinn Á Baldursson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×