Innlent

Tveir bílar hafa áður farið út af á sama stað í Kömbunum

MYND/Vilhjálmur

Bifreiðar hafa tvisvar áður farið út af veginum í Kömbunum þar sem banaslys varð í gær. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Í gær lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum í beygju í Kömbunum og farið fram að háum hamri. Slysið varð neðarlega í Kömbum rétt ofan við neðstu beygju.

Í hinum tilvikunum tveimur stöðvuðust bifreiðarnar rétt við íbúðarhús sem er undir hamrinum líkt og í þetta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×