Innlent

Mál Róberts Árna í Hæstarétti

Kompás fjallaði um mál Róberts í fyrra.
Kompás fjallaði um mál Róberts í fyrra. MYND/Stöð 2

Málflutningur hófst í morgun í máli ákæruvaldsins á hendur Róberti Árna Hreiðarssyni, fyrrverandi lögmanni.

Róbert Árni var í september síðastliðnum dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum og sömuleiðis fyrir vörslu barnakláms. Róbert var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa tælt hluta stúlknanna til kynferðismaka við sig gegn peningagreiðslum en hann komst í samband við þær með því að villa á sér heimildir á Netinu.

Róbert var starfandi lögfræðingur þegar brotin áttu sér stað en hann hafði meðal annars annast hagsmunagæslu fyrir brotaþola í sakamálum og sinnt verjandastörfum í kynferðisbrotamálum. Róbert var sviptur lögmannsréttindum sínum með dómi héraðsdóms en dóms Hæstaréttar í málinu er að vænta á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×