Innlent

Landeigendur langflestir andsnúnir Urriðafossvirkjun

Allir jarðaeigendur nema einn á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar á austurbakka Þjórsár hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lýsa sig andsnúna því að virkjunin verði byggð.

Þá hefur meirihluti kosningabærra íbúa á vesturbakka Þjórsár í Flóahreppi skorað á sveitarstjórnina að endurskoða þá ákvörðun að setja Urriðafossvirkjun inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Í þeirri áskorun segir meðal annars að að vel athuguðu máli telji aðstandendur hennar að sveitarfélagið sé betur statt án virkjunarinnar.

Þetta gengur þvert á þær fullyrðingar Landsvirkjunar að samningaviðræður við landeigendur gangi vel, segir í tilkynningu um málið. Yfirlýsingarnar voru afhentar Landsvirkjun formlega í morgun og afritum komið í hendur ráðherra umhverfis, iðnaðar og fjármála. Þá boðar áhugafólk um samfélags- og umhverfismál til opins fundar um Urriðafossvirkjun í Þingborg klukkan átta í kvöld þar sem sjö frummælendur tjá mismunandil skoðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×