Erlent

Yfir 350 látnir eftir yfirreið fellibyljar í Búrma

Rúmlega 350 manns hið minnsta eru látnir eftir að fellibylurinn Nagris gekk yfir Búrma í gær. Hafa fjögur héruð verið lýst hamfarasvæði.

Yfirvöld greina frá því að 20 þúsund heimili hafi eyðilagst og níutíu þúsund manns séu heimilislausir. Her og lögregla í landinu hafa sinnt björgunaraðgerðum en óttast er að fleiri kunni að finnast látnir.

Í stærstu borginni, Rangoon, er rafmagnslaust og götur þaktar braki sem fauk í illviðrinu. Yfir hundrað þeirra sem létust bjuggu á eynni Haing-gyi úti fyrir suðvesturströnd Búrma.

Fellibylurinn Nagris stefnir nú í átt að Taílandi og hafa stormviðvaranir verið gefnar út þar en styrkur fellibyljarins fer þverrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×