Erlent

Óttast að fjögur þúsund séu látnir

Óttast er að látnum eigi eftir að fjölga.
Óttast er að látnum eigi eftir að fjölga.

Nú er talið að um fjögur þúsund manns hafi látist í fellibylnum sem skall á Burma um helgina. Þetta hafa þarlendir fjölmiðlar eftir almannavörnum landsins en auk þess er þrjú þúsund manns saknað að minnsta kosti.

Í morgun héldu yfirvöld því fram að tala látinna væri um fjögur hundruð en ljóst er að eyðileggingin hefur verið meiri en fyrst var talið. Neyðarástand er í fimm héruðum í landinu en í Búrma búa um 42 milljónir manna. Talið er að mörg hundruð þúsund séu í brýnni þörf eftir aðstoð.

Í tilkynningu frá yfirvöldum kemur fram að hinir látnu séu allir úr höfuðborginni Rangoon og Irrawaddy héraði sem verst varð úti. Enn hefur björgunaliði ekki tekist að ná sambandi við svæði sem óttast er að hafi orðið illa úti og því er líklegt að dánartalan eigi eftir að aukast enn frekar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×