Innlent

Banaslys í Kömbunum

Banaslys varð í Kömbunum á þriðja tímanum í dag. Svo virðist sem pallbíll hafi farið fram af í næstneðstu beygjunni og hrapað niður töluverða vegalengd. Lögreglan og sjúkralið er að störfum á slysstað.

Að sögn lögreglunnar var einn maður á sjötugsaldri í bílnum og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann mun hafa kastast út úr bílnum í slysinu og virðist ekki hafa verið í öryggisbelti.

Tildrög slyssins eru í rannsókn og ekki vitað um orsakir slyssins á þessari stundu.

Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Selfossi sem biður hugsanleg vitni að hafa samband í síma 480 1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×