Innlent

Forsetahjónin tóku á móti krónprinsparinu í blíðviðri

Friðrik krónprins Danmerkur og kona hans María Elísbet komu á Bessastaði skömmu fyrir hádegi og þar tóku Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú á móti þeim í blíðviðri.

Danska parið er hér í boði forsetahjónanna og mun snæða hádegisverð með þeim. Eftir hádegið liggur leiðin meðal annars í Áslandskóla, Háskóla Íslands og á listasafn. Í kvöld býður forsetinn svo til kvöldverðar til heiðurs krónprinsparinu.

Í samtali við fréttamenn lýsti Friðrik krónprins því yfir að hann hlakkaði mikið til að ríða út á íslenska hestinum en það gera skötuhjúin meðal annars í ferð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×