Innlent

Gistinóttum á hótelum fækkaði í mars

MYND/Páll

Gistinóttum á hótelum fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgaði um rúm þrjú prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þær reyndust nærri 212 þúsund janúar til mars í ár en voru tæplega 205 þúsund í fyrra.

Fjölgun varð á Norðurlandi um rúm 10 prósent og á höfuðborgarsvæðinu um rúm níu prósent milli ára. Fækkun varð á öllum öðrum landsvæðum, mest á Austurlandi eða um nærri fjórðung.

Þegar aðeins er horft til marsmánaðar fækkaði gistináttum hins vegar um rúm 12 prósent á milli ára, eða úr rúmlega 88 þúsund gistinóttum í 77.500. Þeim fækkaði mest á Austurlandi í mars, eða um 22 prósent, og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um 21 prósent og á Suðurlandi um fimmtung.

Hins vegar fjölgaði gistinóttum á Norðurlandi í mars um rúm 16 prósent og var það eina svæðið þar sem fjölgun varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×