Erlent

Forsetafrú Íraks slapp ómeidd í sprengjutilræði

Bandarískur hermaður á vettvangi tilræðisins í dag.
Bandarískur hermaður á vettvangi tilræðisins í dag. MYND/AP

Forsetafrú Íraks slapp ómeidd í sprengingu nærri bifreið hennar í Bagdad í dag. Frá þessu greindi skrifstofa forsetaembættisins.

Hiro Ibrahim Ahmed var á leið í bílaslest á menningarhátíð í þjóðleikhúsi Íraks í Bagdad þegar einn bílanna ók yfir sprengju. Fjórir lífverðir forsetafrúarinnar særðust í árásinni. Ekki liggur fyrir hver stóð á bak við tilræðið og ekki heldur hvort árásarmennirnir hafi ætlað að beina spjótum sínum að forsetafrúnni.

Þá greindi Bandaríkjaher frá því í dag að fjórir hermenn hefðu látist í Anbar-héraði á föstudag þegar farartæki þeirra ók yfir sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×