Innlent

Friðrik krónprins og Mary kona hans koma í fyrramálið

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa koma í fjögurra daga heimsókn til Íslands í fyrramálið í boði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff forsetafrúar.

Taka forsetahjónin á móti þeim á Bessastöðum laust fyrir hádegi. Í Íslandsferðinni heimsækja þau Friðrik og Mary meðal annars vísinda- og menningarstofnanir, fara á sveitabær í reiðtúr á íslenskum hestum, skoða Nesjavelli, Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Eyrarbakka og Stokkseyri og einnig Stykkishólm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×