Innlent

Flak þyrlunnar rannsakað nánar

Flak þyrlunnar, sem brotlenti við Kleifarvatn um hádegisbil í gær, var flutt af vettvangi síðdegis í gær í geymsluskýli Rannsóknarnefndar flugslysa þar sem það verður rannsakað nánar.

Engar upplýsingar hafa fengist um tildrög þess að þyrlan skall til jarðar aðrar en þær að það gerðist mjög skyndilega. Tveir menn um borð sluppu án meiðsla en þeir voru þó til öryggis fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar og á sjúkrahús til rannsóknar áðan sem þeir voru fljótlega útskrifaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×