Fleiri fréttir

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir ökumanni og vitnum

Vegna rannsóknar á umferðarslysi á Lágengi í gærkvöldi óskar Lögreglan á Selfossi eftir því að ökumaður bifreiðarinnar gefi sig fram við lögreglu. Þá óskar lögreglan einnig eftir að fá upplýsingar frá vitnum, ef einhver eru. Sími Lögreglunnar á Selfossi er 480 1010.

Hjón með tvö lítil börn í bílveltu

Rétt fyrir kl. 18:00 varð bílvelta á Reykjanesbrautinni á Stapa. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni við framúrakstur og fór eina veltu og hafnaði á toppnum.

Guðni Ágústsson vill dýpka Evrópuumræðuna

Guðni Ágústson formaður Framsóknarflokksins segir að Evrópumálin og hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu séu nú rædd með þeim hætti að ekkert er mikilvægara en að dýpka þá umræðu og fara dýpra í saumana á kostum og göllum aðildar.

Tveir sluppu ómeiddir er þyrla nauðlenti

Tveir sluppu ómeiddir er þyrla nauðlenti við Kleifarvatn núna rétt fyrir hádegið. Um var að ræða litla þyrlu af Hughes 300 gerð frá Þyrluþjónustunni.

Ár liðið frá hvarfi Madeleine

Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi foreldra sinna í bænum Praia de Luz í Portúgal nokkrum dögum áður en hún varð fjögurra ára gömul.

Mamma Mia

Leikkonan Mia Farrow var mætt til Hong Kong þegar ólympíukyndillinn var fluttur þar um götur og síki í dag.

Smávegis kaldhæðni

Það hefur hægt á viðskiptalífinu í Bandaríkjunum eins og annarsstaðar, undanfarnar vikur.

Framsókn hvetur ráðamenn til að reka af sér slyðruorðið

Miðstjórn Framsóknarflokksins hvetur ráðamenn þjóðarinnar til að reka af sér slyðruorðið og grípa þegar til aðgerða til að sporna við vaxandi verðbólgu í samráði við atvinnulífið, sveitarfélög, verkalýðshreyfinguna og fjármálafyrirtæki.

Abbas reynir að styrkja sig í sessi

Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga.

Handtekinn á Akureyri með fíkniefni innvortis

Við venjubundið eftirlit á Akureyrarflugvelli um miðjan dag í gær, var karlmaður um þrítugt handtekinn við komuna frá Reykjavík eftir að fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar hafði gefið til kynna að hann væri með fíkniefni í fórum sínum.

Ótrúlega fullkominn

Líkt og farfuglar að vori birtast þrumufuglar á götunum þegar veturinn víkur. Þar er átt við Ford Thunderbird. Aðalsteinn Stefánsson sölumaður á einn slíkan af árgerð 1965. „Ég flutti þennan bíl inn fyrir réttu ári frá Oregon í Bandaríkjunum. Fann hann á netinu og náði að krækja í hann meðan dollarinn var í lægstu lægðum. Mér leist vel á hann á myndum, og líka lýsinguna og seljandann,“ segir Aðalsteinn sem er að taka Ford Thunderbird-bílinn sinn út úr skúrnum og skola af honum rykið eftir veturinn.

Rasmussen orðaður við forsetastól ESB

Ýmsir evrópskir fjölmiðlar eru teknir að orða danska forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen stíft við stórar stöður innan Evrópusambandsins eða Atlantshafsbandalagsins.

Samið við hjartalækna til tæpra tveggja ára

Samninganefnd heibrigðisráðherra og hjartalæknar hafa gert samning um þjónustu þeirra síðarnefndu sem sögðu sig af samningi fyrir liðlega tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Packard Sveins Björnssonar ekki til sýnis fyrir almenning

Skilja má orðalag fréttar Vísis frá því í dag á þann veg að forsetabifreið Sveins Björnssonar verði til sýnis fyrir almenning á Bessastöðum á morgun. Var fréttin í samræmi við orðalag í fréttatilkynningu sem ritstjórninni barst.

SÁÁ vantar 80 milljónir

Á síðastliðnum tólf mánuðum hafa um áttatíu þúsund manns nýtt sér þjónustu göngudeildar SÁÁ í Efstaleiti. Þá voru skráðar um sjö þúsund heimsóknir á göngudeildina á Akureyri í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir