Erlent

Mona Lisa enn föst

Farþegarnir eru enn um borð í Monu Lísu.
Farþegarnir eru enn um borð í Monu Lísu. MYND/AP

Dráttarbátar reyna nú að losa skemmtiferðaskipið Monu Lisu af strandstað en það steytti á sandrifi undan strönd Lettlands. Eitt þúsund manns eru um borð í skipinu en ekki er talið að hætta steðji að því. Skipið var á leið frá þýsku borginni Kiel til Riga í Lettlandi þegar það strandaði.

Flestir farþeganna eru þýskir. Þrír dráttarbátar reyndu hvað þeir gátu í allan gærdag að losa skipið en allt kom fyrir ekki. Fjórða bátnum hefur nú verið bætt við og er vonast til að skipið losni í dag. Lettneska landhelgisgæslan hefur mælst til þess að farþegunum verði komið frá borði en sú ákvörðun er í höndum skipstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×