Erlent

Breska lögreglan tók kókaín fyrir 1,9 milljarða kr.

MYND/AB

Breska lögreglan hefur lagt hald á kókaín að andvirði 13 milljóna punda eða sem svarar um 1,9 milljarði kr. Um er að ræða mesta magn sem tekið hefur verið í einu í Bretlandi.

Lögreglan gefur ekki upp hve magnið er mikið en sex manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins.

Kókaínið fannst eftir að lögreglan stöðvaði tvo bíla á leið frá ónafngreindri höfn í norðvesturhluta Englands. Rannsókn málsins stendur enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×