Innlent

Fjórir nýir GSM sendar gangsettir á Ströndum

MYND/Jón Jónsson

Fjórir nýir GSM sendar frá Vodafone voru gangsettir á Ströndum og nágrenni í morgun.

Sendarnir bæta verulega GSM samband á svæðinu og eru á eftirtöldum stöðum, Svalbarða á Vatnsnesi, Ennishöfða í Strandasýslu, á Skeljavíkurhálsi við Hólmavík og við hafnarsvæðið á Hólmavík

Í tilkynningu um málið segir að enn á eftir að setja upp tvær GSM stöðvar áður en uppbyggingu Vodafone á svæðinu lýkur en þar til nýlega var ekkert samband á stærstum hluta svæðisins. Stefnt er að uppsetningu þeirra senda á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×