Erlent

Íranar segja sama og þegið

Íranir ætla ekki að taka tilboði heimsveldanna um kjarnorkuvæðingu landsins. Í tilboðinu fólst að ef Íranar hættu framleiðslu á auðguðu úrani myndu stórveldi heimsins bjóða samvinnu við að byggja upp kjarnorkuver í landinu til rafmagnsframleiðslu.

Einnig fólust í tilboðinu samningar um aukin viðskipti, samgöngur, viðskipti og hátækni.Utanríkisráðuneyti Írana hefur nú svarað tilboðinu og segir það ekki koma til greina þar sem það brjóti á rétti Írana til kjarnorkuframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×