Innlent

SGS vill fund með ríkisstjórn líkt og BSRB

Kristján Gunnarsson er formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson er formaður Starfsgreinasambandsins.

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands óskaði í dag eftir því við forsætisráðherra að komið yrði á sérstökum fundi vegna samningamála sambandsins við ríkið. Fylgir Starfsgreinsambandið í kjölfar BSRB sem hefur óskað eftir fundi með ríkisstjórninni og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að forsvarsmenn þess geti vel hugsað sér að koma að þeim fundi.

Bent er á að kjarasamningur SGS við ríkið hafi losnað 1. apríl og hafa nokkrir samningafundir farið fram. Þar hafi komið fram að áherslur gætu farið saman í meginatriðum. Formaður samninganefndar ríkisins hafi þó óskað eftir biðlund þar til rætt hefði verið við aðra opinbera starfsmenn. Viðræður við BSRB hefðu steytt á skeri og formaður bandalagsins óskað eftir fundi með forystusveit ríkisstjórnarinnar vegna þessa.

„Hann spyr um efndir yfirlýsinga frá einstökum ráðherrum og efnis stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, um nauðsyn þess að bæta kjör umönnunnarstétta og annara kvennastétta sem búa við bág launakjör og dregist hafa aftur úr í launaþróun. Starfsgreinasambandið tekur undir erindi BSRB og minnir á að innan SGS eru um fimm þúsund starfsmenn ríkisins, einkum í heilbrigðisþjónustu við hefðbundin kvennastörf. Kjör þessa hóps verður að bæta," segir á heimasíðu SGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×