Innlent

Ók mokstursvél á geymsluskúr og eyðilagði

Geymsluskúr í sandnámu í landi Hrauns í Ölfusi er ónýtur eftir að mokstursvél var ekið á hann. Þetta mun hafa átt sér stað síðastliðið föstudagskvöld eða aðfaranótt laugardagsins eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Einhver hafði fundið lykil að vinnuvélinni og komið henni í gang og stefnt henni á skúrinn. Ekkert var inni í skúrnum svo ekki varð tjón á öðru en skúrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×