Innlent

Guðni hafnar því að hafa tekið u-beygju í Evrópumálum

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hafnar því að hafa tekið u-beygju í Evrópumálum á miðstjórnarfundi flokksins um helgina.

Þetta kom fram í spjalli Sigmundar Ernis Rúnarssonar í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld. Sigmundur hélt því stíft fram að Guðni hefði tekið u-beygju hvað varðar aðild Íslands að Evrópusambandinu í ræðu sinni á flokksþinginu. Guðni kvað þetta ekki rétta túlkun á orðum sínum.

Fram kom í máli Guðna að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu væri átakamál í öllum flokkum. Því væri rétt að kafa ofan í kosti þess og galla að gerast aðilar að ES. Það væri svo íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort hún vildi tilheyra Evrópusambandinu eða ekki.

Undir lokin sagði Guðni að sjálfur ætti hann sér ekki draum um að Ísland gangi í Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×