Innlent

Færeyskur línubátur á leið til Hafnar

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði.

Færeyskur línubátur með nokkurra manna áhöfn er á leið til Hafnar í Hornafirði eftir að hafa fengið línuna í skrúfuna á miðunum. Þrátt fyrir það getur hann siglt fyrir eigin vélarafli, en gengur ekki nema þrjár sjómílur.

Veður fer batnandi á slóðum bátsins og er skipverjum ekki talin hætta búin. Kafað verður undir bátin á Höfn og línan losuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×