Erlent

Ríkir í Bólivíu vilja sjálfstjórn

Forseti Bólivíu, Evo Morales, segist ekki taka mark á kosningum sem fram fóru í Santa Cruz, ríkasta héraði landsins um helgina þar sem íbúarnir kusu að krefjast sjálfstjórnar. Morales segir að kosningin sé ólögleg og því ómarktæk.

Fleiri rík héruð í landinu áforma nú svipaðar kosningar en mikill meirihluti Santa Cruz héraðs var fylgjandi sjálfstjórn. Bólivía er eitt fátækasta ríki Suður-Ameríku og hefur Morales, sem er vinstri maður, boðað byltingarkenndar breytingar sem miða eiga að því að bæta lífskjör almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×