Erlent

Fjöldamorð í Mexíkó

Eitt fórnarlambanna borið til grafar.
Eitt fórnarlambanna borið til grafar. MYND/AP

Að minnsta kosti sextán manns voru drepnir í tveimur skotárásum í suðurhluta Mexíkó um helgina. Öll fórnalömbin voru meðlimir í samtökum búgarðaeigenda á svæðinu en grunur leikur á að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að árásunum.

Um fjörutíu manns, þungvopnaðir, komu akandi í lúxusbifreiðum að fundarstað þar sem bændurnir hittust og hófu skothríð. Árásarmennirnir voru íklæddir einkennisbúningum líkt og hermenn en óljóst er hverjir þeir voru. Þá voru sjö drepnir í annari árás á búgarð landeiganda á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×