Innlent

Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi

Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Þar sem stúlkurnar eru báðar undir 18 ára aldri er reiknað með að þær verði yfirheyrðar hjá Barnastofu eða í héraðsdómi Reykjvíkur.

Lögreglan á Selfossi hefur yfirheyrt sér Gunnar stuttlega og mun yfirheyra hann að nýju nú eftir helgina.

Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að fleiri stúlkur en þessar tvær séu að íhuga að leggja fram kæru gegn séra Gunnari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×