Bílar

Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði

Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr.

Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu.

Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað.

Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×