Íslenski boltinn

Valur er Reykja­víkur­meistari árið 2026

Aron Guðmundsson skrifar
Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Valskvenna, lyftir hér bikarnum á loft.
Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Valskvenna, lyftir hér bikarnum á loft. Vísir/Óskar Ófeigur

Valskonur eru Reykjavíkurmeistarar í fótbolta árið 2026 eftir sigur gegn Víkingi Reykjavík í úrslitaleik mótsins í dag. Lokatölur 3-2 sigur Vals. 

Spilað var á N1-vellinum að Hlíðarenda en það voru gestirnir úr Fossvoginum sem komust yfir snemma leiks með marki frá Jóhönnu Elínu Halldórsdóttur. 

Skömmu síðar jafnaði Glódís María Gunnarsdóttir metin fyrir Valskonur og rétt fyrir lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik kom Arnfríður Auður Arnarsdóttir Val yfir með öðru marki liðsins, staðan orðin 2-1. 

Víkingskonur neituðu að gefast upp og í seinni hálfleik tókst Bergdísi Sveinsdóttur að jafna metin, 2-2.

Víkingskonur fagna hér jöfnunarmarki Bergdísar Sveinsdóttur á 64.mínútuVísir/Óskar Ófeigur

En á 73.mínútu bætti Margrét Brynja Kristinsdóttir, sem gekk í raðir Vals frá FH eftir síðasta tímabil,  við þriðja marki Vals og tryggði liðinu 3-2 sigur og þar með sigur í Reykjavíkurmótinu árið 2026. 

Valskonur fagna hér marki Margrétar BrynjuVísir/Óskar Ófeigur
Reykjavíkurmeistarar Vals árið 2026Vísir/Óskar Ófeigur
Margrét Brynja Kristinsdóttir var hetja dagsins í liði Vals. Hún skorað sigurmark leiksinsVísir/Óskar Ófeigur
Það var blíðskaparveður í Reykjavík í dag og hefur nánast verið í allan vetur. Sólin lét sjá sig. Vísir/Óskar Ófeigur
Á harða sprettiVísir/Óskar Ófeigur
Aukaspyrna á hættulegum stað.Vísir/Óskar Ófeigur
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir reynir að koma boltanum fjær marki VíkingskvennaVísir/Óskar Ófeigur
Hörð barátta um boltann en bæði lið verið á góðu skriði á undirbúningstímabilinuVísir/Óskar Ófeigur
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Óskar Ófeigur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×