Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2026 11:04 Úkraínumenn hafa gefið út frímerki um flaggskipið Moskvu og örlög þess. Getty/STR, NurPhoto Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. Úrskurðurinn var gegn Andrei Sjúbín, úkraínskum ofursta, sem er ekki í haldi Rússa heldur var hann dæmdur að honum fjarverandi. Hann stýrir einni af stórskotaliðsdeild úkraínska sjóhersins og var dæmdur fyrir „alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi“ fyrir að sökkva Moskvu og fyrir árás á freigátuna Essen aðmírál. Þó úrskurðurinn hafi verið fjarlægður af netinu var hann varðveittur af blaðamönnum og þar á meðal blaðamönnum rússneska útlagamiðilsins MediaZona. Hingað til hafa Rússar aldrei viðurkennt að Úkraínumenn hafi sökkt flaggskipinu með eldflaugum. Þess í stað hafa þeir haldið því fram að skipið hafi eingöngu skemmst vegna árásar Úkraínumanna. Þess í stað hafa Rússar sagt að skipið hafi sokkið eftir að eldur kviknaði um borð og teygði anga sína í skotfærageymslu skipsins. Í úrskurðinum segir þó að þann 13. apríl 2022 hafi tvær eldflaugar hæft Moskvu. Við það hafi eldur kviknað um borð í skipinu og að reynt hafi verið að bjarga skipinu í rúmar sex klukkustundir. Það heppnaðist þó ekki og sökk skipið. Tuttugu úr áhöfn skipsins eru sagðir hafa dáið og átta er enn saknað. Hingað til hafa Rússar haldið því fram að allri áhöfn skipsins hafi verið bjargað. Lýsingin í úrskurðinum er í takt við yfirlýsingar Úkraínumanna sem segjast hafa skotið tveimur Neptune-stýriflaugum að skipinu. Þær eru sérstaklega hannaðar til að granda skipum. Sjá einnig: Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Í úrskurðinum segir einnig að þegar Moskvu var sökkt hafi áhöfn skipsins verið við mannúðarstörf á hlutlausu hafsvæði og að skipið hafi ekki komið að hinni „sértæku hernaðaraðgerð“ sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Skipið var þó meðal annars notað til að skjóta eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu og kom að upprunalegu hernámi Snákaeyju, þar sem áhöfn skipsins var sagt af úkraínskum hermönnum að „fara í rassgat“, eins og frægt er. Sjúbín var dæmdur til tíu ára vistar í fanganýlendu í Rússlandi og til að greiða varnarmálaráðuneyti Rússlands rúma 2,2 milljarða rúbla í skaðabætur. Það samsvarar um það bil þremur og hálfum milljarði króna. A Moscow military court has sentenced a Ukrainian commander to life in prison in absentia for the 2022 sinking of the Black Sea Fleet’s flagship, Moskva. In doing so, the court’s official press release—which was later deleted—admitted for the first time that the vessel was… pic.twitter.com/X6HspQZy3J— Rob Lee (@RALee85) January 22, 2026 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Úrskurðurinn var gegn Andrei Sjúbín, úkraínskum ofursta, sem er ekki í haldi Rússa heldur var hann dæmdur að honum fjarverandi. Hann stýrir einni af stórskotaliðsdeild úkraínska sjóhersins og var dæmdur fyrir „alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi“ fyrir að sökkva Moskvu og fyrir árás á freigátuna Essen aðmírál. Þó úrskurðurinn hafi verið fjarlægður af netinu var hann varðveittur af blaðamönnum og þar á meðal blaðamönnum rússneska útlagamiðilsins MediaZona. Hingað til hafa Rússar aldrei viðurkennt að Úkraínumenn hafi sökkt flaggskipinu með eldflaugum. Þess í stað hafa þeir haldið því fram að skipið hafi eingöngu skemmst vegna árásar Úkraínumanna. Þess í stað hafa Rússar sagt að skipið hafi sokkið eftir að eldur kviknaði um borð og teygði anga sína í skotfærageymslu skipsins. Í úrskurðinum segir þó að þann 13. apríl 2022 hafi tvær eldflaugar hæft Moskvu. Við það hafi eldur kviknað um borð í skipinu og að reynt hafi verið að bjarga skipinu í rúmar sex klukkustundir. Það heppnaðist þó ekki og sökk skipið. Tuttugu úr áhöfn skipsins eru sagðir hafa dáið og átta er enn saknað. Hingað til hafa Rússar haldið því fram að allri áhöfn skipsins hafi verið bjargað. Lýsingin í úrskurðinum er í takt við yfirlýsingar Úkraínumanna sem segjast hafa skotið tveimur Neptune-stýriflaugum að skipinu. Þær eru sérstaklega hannaðar til að granda skipum. Sjá einnig: Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Í úrskurðinum segir einnig að þegar Moskvu var sökkt hafi áhöfn skipsins verið við mannúðarstörf á hlutlausu hafsvæði og að skipið hafi ekki komið að hinni „sértæku hernaðaraðgerð“ sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Skipið var þó meðal annars notað til að skjóta eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu og kom að upprunalegu hernámi Snákaeyju, þar sem áhöfn skipsins var sagt af úkraínskum hermönnum að „fara í rassgat“, eins og frægt er. Sjúbín var dæmdur til tíu ára vistar í fanganýlendu í Rússlandi og til að greiða varnarmálaráðuneyti Rússlands rúma 2,2 milljarða rúbla í skaðabætur. Það samsvarar um það bil þremur og hálfum milljarði króna. A Moscow military court has sentenced a Ukrainian commander to life in prison in absentia for the 2022 sinking of the Black Sea Fleet’s flagship, Moskva. In doing so, the court’s official press release—which was later deleted—admitted for the first time that the vessel was… pic.twitter.com/X6HspQZy3J— Rob Lee (@RALee85) January 22, 2026
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira