Erlent

„Ramma framtíðar­sam­komu­lags“ náð um Græn­land og hætt við tolla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þessi kúvending er brött.
Þessi kúvending er brött. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“

Hann tilkynnir um þetta í færslu á samfélagsmiðlum. Hann hafði áður tilkynnt um að Bandaríkin myndu leggja tíu prósent aukalegan toll á allan innflutning frá átta Evrópuríkjum. Það hefði svo hækkað um fimmtán prósentustig til viðbótar hefðu Bandaríkin ekki innlimað Grænland fyrir 1. júní.

Færslan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.Skjáskot

„Á grundvelli þessa samkomulags, mun ég ekki leggja á tollana sem til stóð að tækju gildi 1. febrúar. Frekari viðræður varðandi Gullhvelfinguna hvað Grænland snertir standa yfir. Frekari upplýsingar verða opinberaðar eftir því sem viðræðum vindur fram.“

Athygli vekur að talað sé um framtíðarsamkomulag um allt heimsskautið, sérstaklega í ljósi þess að hann ruglaðist ítrekað á Íslandi og Grænlandi í ræðu sinni á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni fyrr í dag.

Vísir hefur fylgst vel með og haldið úti vakt í allan dag. Hana má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×