Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2026 07:32 Dalskóli er einn þeirra skóla sem tilheyra Austurmiðstöð. Vísir/Vilhelm Enn á eftir að ráða í 30,7 stöðugildi í grunnskólum í Reykjavík, 45,8 grunnstöðugildi í leikskólum og 16,9 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest þeirra stöðugilda sem á eftir að ráða í tilheyra Austurmiðstöð í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Hlutfallslega er manneklan þó mest í Austur- og Suðurmiðstöð, í leikskólum, á frístundaheimilum í Austur- og Norðurmiðstöð og í grunnskólum í Austur- og Suðurmiðstöð. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skóla- og frístundasviði sem var til umræðu á fundi skóla- og frístundaráðs fyrr í vikunni. Gögnin sem voru til umræðu miða við stöðuna í borginni þann 7. janúar á þessu ári. Fjórar misstórar miðstöðvar Miðstöðvar borgarinnar eru fjórar og sinnir hver miðstöð fjölbreyttri þjónustu í nærliggjandi borgarhlutum. Hver skóli tilheyrir einum borgarhluta og þar af leiðandi einni miðstöð. Flest börn í borginni tilheyra Austurmiðstöð og fæst Suðurmiðstöð. Sem dæmi voru 1.938 börn í leikskólum Austurmiðstöðvar árið 2024 en aðeins 971 í Suðurmiðstöð. Í Norður- og Vesturmiðstöð voru þau um 1.400. Austurmiðstöð (Árbær, Grafarholt, Norðlingaholt, Úlfarsárdalur, Grafarvogur og Kjalarnes) er sú miðstöð sem þjónustar flesta skóla, alls 15 talsins, sem og flesta nemendur. Fæstir nemendur tilheyra Suðurmiðstöð (Breiðholt) þar sem skólarnir eru 5 talsins. Miðað við gögn borgarinnar voru, sem dæmi, árið 2015 4.937 grunnskólanemendur sem tilheyrðu Austurmiðstöð, 2.400 sem tilheyrðu Suðurmiðstöð, 3.861 sem tilheyrðu Norðurmiðstöð og 4.220 sem tilheyrðu Vesturmiðstöð. Í minnisblaði skóla- og frístundasviðs kemur fram að búið sé að ráða í um 98,8 prósent stöðugilda í grunnskólum, 97,3 prósent grunnstöðugilda í leikskólum og um 94,5 prósent stöðugilda í frístundaheimilum/sértækum félagsmiðstöðvum. Staðan svipuð á leikskólum í Suður- og Austurmiðstöð Ef litið er til hverrar miðstöðvar hlutfallslega má sjá að búið er að ráða í 96,4 prósent stöðugilda í leikskólum í Austurmiðstöð, 98 prósent í Norðurmiðstöð, 96,7 prósent í Suðurmiðstöð og 98,3 í Vesturmiðstöð. 18,5 stöðugildi að losna vegna veikinda eða starfsloka Í nánari umfjöllun kemur fram að í leikskólum eigi eftir að ráða í 45,8 stöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun samanborið við 48,3 stöðugildi þann 19. nóvember síðastliðinn og 55,1 stöðugildi þann 8. janúar 2025. Að auki eigi eftir að ráða í samtals tíu stöðugildi í eldhús og vegna afleysinga vegna undirbúningstíma og skammtímaveikinda samanborið við 14 í síðustu stöðutöku. Samtals eigi því eftir að ráða í 55,8 stöðugildi samanborið við 62 stöðugildi þann 19. nóvember síðastliðinn en þann 8. janúar fyrir ári átti eftir að ráða í 68,4 stöðugildi. Fram kemur í minnisblaðinu að búið sé að ganga frá ráðningu í 7,5 stöðugildi en að það starfsfólk eigi enn eftir að hefja störf. Þá kemur fram að leikskólastjórar áætli að þeir þurfi að ráða í um 18,5 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum, þann 19. nóvember var þessi tala 37,8. Sé það lagt saman við þau stöðugildi sem á eftir að manna eru það samanlagt 74,3 stöðugildi. Fullmannað í um helmingi leikskóla Þannig er fullmannað í 51 prósent leikskóla borgarinnar, í rúman fimmtung leikskólanna vantar starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi, 16 prósent leikskólanna vantar 1 til 2,5 stöðugildi en 8 leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi. Í minnisblaðinu fylgja gögn sem sýna að mesta manneklan virðist vera í leikskólum sem tilheyra Austurmiðstöð en þar vantar í 20,50 stöðugildi, níu í Norðurmiðstöð og níu í Suðurmiðstöð og 7,25 í Vesturmiðstöð. Vantar í flest stöðugildi í Austurmiðstöð Í grunnskólum borgarinnar á alls eftir að ráða í 30,7 stöðugildi samanborið við 46,9 stöðugildi þann 3. september síðastliðinn og 44,1 stöðugildi þann 8. janúar 2025. Í minnisblaði kemur fram að unnið sé að því að ráða í 5,5 stöðugildi kennara og 18,2 stöðugildi í stuðning. Einhverjar af þessum ráðningum komi til vegna langtímaveikinda. Í gögnum minnisblaðsins kemur fram að manneklan virðist einnig mest í grunnskólum í Austurmiðstöð en þar vantar að ráða í 13,23 stöðugildi. Í Norðurmiðstöð sex stöðugildi, í Suðurmiðstöð sjö stöðugildi og 4,5 í Vesturmiðstöð. Hlutfallslega er búið að ráða, í grunnskólum, í 98,5 prósent stöðugilda í Austurmiðstöð, 99,2 prósent í Norðurmiðstöð, 98,2 prósent í Suðurmiðstöð og 99,1 prósent í Vesturmiðstöð. Í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar á samkvæmt minnisblaðinu eftir að ráða í alls 16,9 stöðugildi, eða 35 einstaklinga, samanborið við 20,4 stöðugildi þann 19. nóvember síðastliðinn og 32,9 stöðugildi 8. janúar 2025. Í gögnum minnisblaðsins kemur fram að aftur er manneklan mest í Austurmiðstöð sé miðað við fjölda stöðugilda. Þar eigi eftir að ráða í 9,4 stöðugildi eða alls tuttugu starfsmenn í frístundaheimili eða sérstakar félagsmiðstöðvar. Til samanburðar á enn eftir að ráða í 3,5 stöðugildi í Norðurmiðstöð, 0,5 í Suðurmiðstöð og þrjú í Vesturmiðstöð. Hlutfallslega er staðan þannig að búið er að ráða í 89,4 prósent stöðugilda í Austurmiðstöð, 93,3 prósent í Norðurmiðstöð og 96,6 prósent í Suðurmiðstöð. Hæst er hlutfallið í Vesturmiðstöð þar sem búið er að ráða í 98,9 prósent stöðugilda. Fimmtíu börn á bið eftir frístund Þann 7. janúar voru 50 börn á biðlista af 4.165 börnum. 4.115 börn hafa fengið samþykkta vistun, þar af eru 3.995 börn í fullri umbeðinni vistun en 120 í hlutavistun. Öll þau börn sem eru á biðlista búa í hverfum sem tilheyra Austurmiðstöð og eru öll nema eitt sem eru í hlutavistun einnig í Austurmiðstöð. Erfiðara að manna í Austurmiðstöð Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði, segir í samtali við fréttastofu að mikla manneklu í Austurmiðstöð megi útskýra með annars vegar fjölda starfsstöðva, sem eru töluvert fleiri þar en í öðrum borgarhlutum, og hins vegar sýni reynslan að fjarlægð þessara skóla og frístundaheimila frá háskólunum hafi skipt máli. „Það er stundum erfiðara að manna í efri byggðum því það er meiri fjarlægð frá háskólum,“ segir hún og að leikskóli og frístundaheimili hafi verið mönnuð háskólanemum. „Sumir eru bara í strætó og það er erfiðara en fjöldi starfsstöðva segir mikið í þessu máli,“ segir hún. Hutfallslega sé munurinn því ekki svo mikill. Vandinn ekki leystur á kjörtímabilinu Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu á fundi ráðsins að mannekla hefði verið viðvarandi í leikskólum borgarinnar allt frá upphafi kjörtímabilsins og nú í lok þess sé ljóst að ekki hafi tekist að leysa vandann. Um fimmtungur leikskóla sé ekki fullmannaður og enn vanti að ráða í ýmis stöðugildi, bæði í eldhúsi og inni á deildum. „Samtals vantar því 74,3 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Sú alvarlega staða mun því enn blasa við að leikskólar þurfi að skerða þjónustu sína næstu vikur og mánuði með þeim afleiðingum að foreldar þurfi að sækja börnin sín fyrr eða vera heima með börnin sín heilu og hálfu dagana. Það er því ljóst að reykvískir foreldrar geta ekki reitt sig á þjónustu leikskóla borgarinnar þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um að öll börn frá 12 mánaða aldri fengju leikskólavist og því ítrekað lofað á kjörtímabilinu að ráðist verði í aðgerðir til að leysa leikskólavandann,“ segir í bókuninni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Frístund barna Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Hlutfallslega er manneklan þó mest í Austur- og Suðurmiðstöð, í leikskólum, á frístundaheimilum í Austur- og Norðurmiðstöð og í grunnskólum í Austur- og Suðurmiðstöð. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skóla- og frístundasviði sem var til umræðu á fundi skóla- og frístundaráðs fyrr í vikunni. Gögnin sem voru til umræðu miða við stöðuna í borginni þann 7. janúar á þessu ári. Fjórar misstórar miðstöðvar Miðstöðvar borgarinnar eru fjórar og sinnir hver miðstöð fjölbreyttri þjónustu í nærliggjandi borgarhlutum. Hver skóli tilheyrir einum borgarhluta og þar af leiðandi einni miðstöð. Flest börn í borginni tilheyra Austurmiðstöð og fæst Suðurmiðstöð. Sem dæmi voru 1.938 börn í leikskólum Austurmiðstöðvar árið 2024 en aðeins 971 í Suðurmiðstöð. Í Norður- og Vesturmiðstöð voru þau um 1.400. Austurmiðstöð (Árbær, Grafarholt, Norðlingaholt, Úlfarsárdalur, Grafarvogur og Kjalarnes) er sú miðstöð sem þjónustar flesta skóla, alls 15 talsins, sem og flesta nemendur. Fæstir nemendur tilheyra Suðurmiðstöð (Breiðholt) þar sem skólarnir eru 5 talsins. Miðað við gögn borgarinnar voru, sem dæmi, árið 2015 4.937 grunnskólanemendur sem tilheyrðu Austurmiðstöð, 2.400 sem tilheyrðu Suðurmiðstöð, 3.861 sem tilheyrðu Norðurmiðstöð og 4.220 sem tilheyrðu Vesturmiðstöð. Í minnisblaði skóla- og frístundasviðs kemur fram að búið sé að ráða í um 98,8 prósent stöðugilda í grunnskólum, 97,3 prósent grunnstöðugilda í leikskólum og um 94,5 prósent stöðugilda í frístundaheimilum/sértækum félagsmiðstöðvum. Staðan svipuð á leikskólum í Suður- og Austurmiðstöð Ef litið er til hverrar miðstöðvar hlutfallslega má sjá að búið er að ráða í 96,4 prósent stöðugilda í leikskólum í Austurmiðstöð, 98 prósent í Norðurmiðstöð, 96,7 prósent í Suðurmiðstöð og 98,3 í Vesturmiðstöð. 18,5 stöðugildi að losna vegna veikinda eða starfsloka Í nánari umfjöllun kemur fram að í leikskólum eigi eftir að ráða í 45,8 stöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun samanborið við 48,3 stöðugildi þann 19. nóvember síðastliðinn og 55,1 stöðugildi þann 8. janúar 2025. Að auki eigi eftir að ráða í samtals tíu stöðugildi í eldhús og vegna afleysinga vegna undirbúningstíma og skammtímaveikinda samanborið við 14 í síðustu stöðutöku. Samtals eigi því eftir að ráða í 55,8 stöðugildi samanborið við 62 stöðugildi þann 19. nóvember síðastliðinn en þann 8. janúar fyrir ári átti eftir að ráða í 68,4 stöðugildi. Fram kemur í minnisblaðinu að búið sé að ganga frá ráðningu í 7,5 stöðugildi en að það starfsfólk eigi enn eftir að hefja störf. Þá kemur fram að leikskólastjórar áætli að þeir þurfi að ráða í um 18,5 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum, þann 19. nóvember var þessi tala 37,8. Sé það lagt saman við þau stöðugildi sem á eftir að manna eru það samanlagt 74,3 stöðugildi. Fullmannað í um helmingi leikskóla Þannig er fullmannað í 51 prósent leikskóla borgarinnar, í rúman fimmtung leikskólanna vantar starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi, 16 prósent leikskólanna vantar 1 til 2,5 stöðugildi en 8 leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi. Í minnisblaðinu fylgja gögn sem sýna að mesta manneklan virðist vera í leikskólum sem tilheyra Austurmiðstöð en þar vantar í 20,50 stöðugildi, níu í Norðurmiðstöð og níu í Suðurmiðstöð og 7,25 í Vesturmiðstöð. Vantar í flest stöðugildi í Austurmiðstöð Í grunnskólum borgarinnar á alls eftir að ráða í 30,7 stöðugildi samanborið við 46,9 stöðugildi þann 3. september síðastliðinn og 44,1 stöðugildi þann 8. janúar 2025. Í minnisblaði kemur fram að unnið sé að því að ráða í 5,5 stöðugildi kennara og 18,2 stöðugildi í stuðning. Einhverjar af þessum ráðningum komi til vegna langtímaveikinda. Í gögnum minnisblaðsins kemur fram að manneklan virðist einnig mest í grunnskólum í Austurmiðstöð en þar vantar að ráða í 13,23 stöðugildi. Í Norðurmiðstöð sex stöðugildi, í Suðurmiðstöð sjö stöðugildi og 4,5 í Vesturmiðstöð. Hlutfallslega er búið að ráða, í grunnskólum, í 98,5 prósent stöðugilda í Austurmiðstöð, 99,2 prósent í Norðurmiðstöð, 98,2 prósent í Suðurmiðstöð og 99,1 prósent í Vesturmiðstöð. Í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar á samkvæmt minnisblaðinu eftir að ráða í alls 16,9 stöðugildi, eða 35 einstaklinga, samanborið við 20,4 stöðugildi þann 19. nóvember síðastliðinn og 32,9 stöðugildi 8. janúar 2025. Í gögnum minnisblaðsins kemur fram að aftur er manneklan mest í Austurmiðstöð sé miðað við fjölda stöðugilda. Þar eigi eftir að ráða í 9,4 stöðugildi eða alls tuttugu starfsmenn í frístundaheimili eða sérstakar félagsmiðstöðvar. Til samanburðar á enn eftir að ráða í 3,5 stöðugildi í Norðurmiðstöð, 0,5 í Suðurmiðstöð og þrjú í Vesturmiðstöð. Hlutfallslega er staðan þannig að búið er að ráða í 89,4 prósent stöðugilda í Austurmiðstöð, 93,3 prósent í Norðurmiðstöð og 96,6 prósent í Suðurmiðstöð. Hæst er hlutfallið í Vesturmiðstöð þar sem búið er að ráða í 98,9 prósent stöðugilda. Fimmtíu börn á bið eftir frístund Þann 7. janúar voru 50 börn á biðlista af 4.165 börnum. 4.115 börn hafa fengið samþykkta vistun, þar af eru 3.995 börn í fullri umbeðinni vistun en 120 í hlutavistun. Öll þau börn sem eru á biðlista búa í hverfum sem tilheyra Austurmiðstöð og eru öll nema eitt sem eru í hlutavistun einnig í Austurmiðstöð. Erfiðara að manna í Austurmiðstöð Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði, segir í samtali við fréttastofu að mikla manneklu í Austurmiðstöð megi útskýra með annars vegar fjölda starfsstöðva, sem eru töluvert fleiri þar en í öðrum borgarhlutum, og hins vegar sýni reynslan að fjarlægð þessara skóla og frístundaheimila frá háskólunum hafi skipt máli. „Það er stundum erfiðara að manna í efri byggðum því það er meiri fjarlægð frá háskólum,“ segir hún og að leikskóli og frístundaheimili hafi verið mönnuð háskólanemum. „Sumir eru bara í strætó og það er erfiðara en fjöldi starfsstöðva segir mikið í þessu máli,“ segir hún. Hutfallslega sé munurinn því ekki svo mikill. Vandinn ekki leystur á kjörtímabilinu Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu á fundi ráðsins að mannekla hefði verið viðvarandi í leikskólum borgarinnar allt frá upphafi kjörtímabilsins og nú í lok þess sé ljóst að ekki hafi tekist að leysa vandann. Um fimmtungur leikskóla sé ekki fullmannaður og enn vanti að ráða í ýmis stöðugildi, bæði í eldhúsi og inni á deildum. „Samtals vantar því 74,3 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Sú alvarlega staða mun því enn blasa við að leikskólar þurfi að skerða þjónustu sína næstu vikur og mánuði með þeim afleiðingum að foreldar þurfi að sækja börnin sín fyrr eða vera heima með börnin sín heilu og hálfu dagana. Það er því ljóst að reykvískir foreldrar geta ekki reitt sig á þjónustu leikskóla borgarinnar þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um að öll börn frá 12 mánaða aldri fengju leikskólavist og því ítrekað lofað á kjörtímabilinu að ráðist verði í aðgerðir til að leysa leikskólavandann,“ segir í bókuninni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Frístund barna Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent