Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2026 13:02 Pétur og Heiða berjast um oddvitasæti Samfylkingarinnar. Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins. Í gærkvöldi tók Ísland í dag forskot á sæluna og fékk Tómas Arnar að kynnast frambjóðendunum sem keppast um oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni. Og engin betri leið til þess en að taka þau bara í sitthvort atvinnuviðtalið. Fyrsta spurningin og sú mikilvægasta, hvar elstu upp og hvar slær Reykjavíkurhjartað? „Ég er þarna frá þriggja til sex ára í Brussel. Og síðan flytjum við í Breiðholtið í Suðurálfuna. Það er hverfi sem er að byggjast upp þá, alveg endalaust af krökkum og við erum svona fyrsta lyklabarnakynslóðin og þó að ég hafi bara búið þarna sjálfur til tólf ára er maður einhvern veginn bara alltaf Breiðhyltingur,“ segir Pétur Marteinsson, fyrrum knattspyrnumaður og einn af eigendum Kaffi Vest. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist vera tilbúin í að berjast áfram fyrir betri borg.Vísir/Einar „Ég fæddist í Eyjafirði. Var þar í menntaskóla og kláraði Verkmenntaskólann á Akureyri. Svo fór ég til Reykjavíkur og þaðan til Gautaborgar þar sem ég á alltaf smá part af hjarta mínu. Síðan flutti ég til baka og var búin að flytja, ég held á fimm staði, innan borgarinnar þegar ég flutti í Laugardalinn. Þá fann ég bara, hérna ætla ég að vera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir. „Að hafa prófað að búa á mismunandi stöðum í borginni, að þekkja svolítið borgina er mikilvægt. Ég á eftir að prófa að búa í Breiðholtinu og prófa að búa í Vesturbænum og svona. En ég veit hvernig hjartað slær og það er mismunandi í mismunandi hverfum, það er víst mjög spennandi,“ segir Heiða. Strögglaði í skólanum Heiða starfaði sem matartæknir og lagði fyrir sig næringarráðgjöf, tók master í stjórnun stóreldhúsa og gæðastjórnun. Einnig fór hún í MBA. Námsganga Péturs hófst aftur á móti ekki vel. „Ég var að ströggla mikið í skóla þegar ég var yngri. Í Hólabrekkuskóla þá vissi ég ekki að ég væri lesblindur. Skólagangan var ekkert sérstök, þó nóg til þess að fara í Versló. Það var nú erfitt að komast inn í Versló eins og þið vitið,“ segir hann. Pétur Marteinsson er klár í slaginn. „Í Versló kemur þetta sko algjörlega í bakið á mér. Þegar maður þarf að fara að lesa aðeins stærri bækur og svoleiðis, þannig að Versló er í rauninni hálfgerð sorgarsaga þrátt fyrir að það væri ógeðslega gaman og á marga vini úr Versló, þannig að ég tek bara þrjú ár í Versló. Síðan fer ég í Fjölbraut í Breiðholti og síðan er ég bara farinn í atvinnumennsku í fótbolta. Og fer ekki aftur í nám fyrr en ég er orðinn fullorðinn maður og skrái mig í MBA í HR árið 2007. Þannig að ég er með MBA-gráðu,“ segir Pétur. Eins og margir vita var Pétur lengi vel atvinnumaður í fótbolta og segir að sú reynsla myndi koma sér vel sem leiðandi afl í borgarstjórn líkt og reynsla hans af viðskiptalífinu. „Að vera atvinnumaður í fótbolta er töluverð pressa og mikil samkeppni á hverjum degi. Þá er maður gagnrýndur af þjálfurum og meðspilurum. Maður er í samkeppni við strákana í liðinu sem eru næst manni. En maður veit líka að við þurfum á hvorum öðrum að halda.“ Áður en Heiða varð borgarfulltrúi starfaði hún meðal annars sem forstöðumaður eldhúsa og matsala á Landspítalanum. Og þá var hún formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Þolandi ofbeldis „Mín tillaga var að við myndum búa til ofbeldisvarnanefnd. Ég er auðvitað, eins og margar konur, þolandi ofbeldis og vil bara koma í veg fyrir að það komi fyrir nokkra konu, karl eða neinn. En auðvitað vorum við þá sérstaklega að horfa á þetta kynbundna ofbeldi sem að einhvern veginn virðist alltaf, ekki kannski samþykkt, en einhvern veginn alltaf viðgengst í samfélaginu. Við opnuðum Bjarkahlíð og ég veit að það hefur breytt miklu fyrir fólk,“ segir Heiða. En af hverju ákveða þau að leggja fyrir sig pólitík? „Ég var ekkert endilega á leiðinni inn í pólitík, alls ekki. Það æxlaðist þannig að það var ung og bara frábær kona sem var mjög efnileg og var að sækjast eftir að verða formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Og ég segi við hana einhvers staðar bara „ef að þú ferð fram, þá skal ég styðja þig af því að, kvennamálin brenna á mér.“ Einhvern veginn fór ég inn í stjórnina og svo varð ég formaður. Og síðan vorum við að skora á konur að bjóða sig fram, sérstaklega í oddvitasæti. Fórum út með áskorun kvennahreyfingar til allra flokkanna. Og þá bara fékk ég margar áskoranir og lét bara slag standa og var með,“ segir Heiða og bætir við að núna sé hún að klára sitt fyrsta heila kjörtímabil. Umboðsmaður drengsins í kerfinu „Ég hef reynslu af því að nýta mér kerfið. Við eigum fjögur börn og sonur okkar veiktist hastarlega og hefur þurft að takast á við það, þannig að ég þurfti alveg að fara þarna á milli skólakerfisins og velferðarkerfisins og íþróttanna. Og ég var einhvern veginn hans umboðsmaður,“ segir hún. „Ég hélt alltaf að ég gæti mögulega gert meira gagn hinum megin við borðið, eitthvað að styrkja hverfið hérna með Kaffihúsi Vesturbæjar, eitthvað aðeins ferðaþjónustuna og menninguna með Kex. Svo var ég að vinna í hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og fannst ég alveg hafa verið að gera gagn fyrir samfélagið,“ segir Pétur. „Núna finnst mér aðeins blikur á lofti og þessi sósíaldemókratíska stefna, bara þetta norræna velferðarkerfi sem Samfylkingin hefur verið haft sem grunnstefnu í borginni í langan tíma, er undir í kosningunum í maí,“ segir hann. Samfylkingin er ekki fyrsti flokkurinn sem hann hefur gengið til liðs við, hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2009. Var hægrimaður „Ég hef verið skráðir síðan 2014 og tekið þátt í öllum prófkjörum og fylgt stefnu Samfylkingarinnar, sér í lagi í borginni, í mjög langan tíma. Ég var hægrimaður þegar ég var yngri. Við vorum eitthvað að daðra við og velta fyrir okkur frelsishugtakinu, við félagarnir í Breiðholtinu og fórum í Versló og héldum áfram með það. En lífið tekur við og maður bæði kynnist sjálfum sér og sér áskoranir í kringum sig. Við bjuggum í Boston og maður sér að fólk sem misstígur sig í því samfélagi, þá er enginn sem grípur það. Við Reykvíkingar viljum öll passa upp á okkar minnstu bræður og systur. Ég held að það sé enginn ósammála því,“ segir Pétur. Og það væri ekki borgarstjórnarumræða án þess að ræða leikskólamálin. „Við höfum ekki sinnt viðhaldi á leikskólunum sem skyldi þannig að húsnæðisvandi er eitt af þessum vandamálum. Þannig að það er verið að flytja börn á milli. Það hefur gengið illa að ráða inn í leikskólana. Það var held ég í byrjun árs að það vantaði 50 prósent. Ég held að við séum uppi í 75 prósent núna, þannig að þetta er á réttri leið. Atvinnurekendur eru ekki ánægðir þegar fólk þarf að fara, en við verðum að hafa í huga alltaf þegar það verður að taka ákvarðanir, að einstæðir foreldrar, fólk í láglaunastörfum eða fólk sem á einhvern hátt hefur það verra en aðrir í samfélaginu, við verðum að huga að þeim. Það þurfa kannski að vera sérstakir samningar fyrir þau,“ segir Pétur. „Við auðvitað fórum í þessa tilraun sem að mér fannst bara mikilvægt að við gerðum eftir að ég tók við, að við værum að reyna að ná konsensus, ná saman flokkarnir í borgarstjórn um svona mál sem að hefur mikið verið deilt um. Og við fórum út og kynntum það og það má segja að það hafi ekki fengið góðar viðtökur. Allavega mikla gagnrýni frá sérstaklega verkalýðshreyfingunni. Það var eitt af því sem við gerðum í þessum nýja meirihluta, við bara létum fara yfir öll plön um það hvernig ætlum við að fjölga leikskólum. Hvernig ætlum við að opna fleiri leikskólapláss? Það er búið að skoða það. Það er það sem fólk vill geta gengið að. Það þarf að vera öruggur og góður staður og það er ekki nóg að byggja, það þarf líka að fá fólk. Þannig að ég held að þetta sé eitt af því sem við þurfum að gera. Við þurfum að laða að fleira fólk.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar þurfa þau til að mynda að hrósa hvort öðru. Ísland í dag Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Í gærkvöldi tók Ísland í dag forskot á sæluna og fékk Tómas Arnar að kynnast frambjóðendunum sem keppast um oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni. Og engin betri leið til þess en að taka þau bara í sitthvort atvinnuviðtalið. Fyrsta spurningin og sú mikilvægasta, hvar elstu upp og hvar slær Reykjavíkurhjartað? „Ég er þarna frá þriggja til sex ára í Brussel. Og síðan flytjum við í Breiðholtið í Suðurálfuna. Það er hverfi sem er að byggjast upp þá, alveg endalaust af krökkum og við erum svona fyrsta lyklabarnakynslóðin og þó að ég hafi bara búið þarna sjálfur til tólf ára er maður einhvern veginn bara alltaf Breiðhyltingur,“ segir Pétur Marteinsson, fyrrum knattspyrnumaður og einn af eigendum Kaffi Vest. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist vera tilbúin í að berjast áfram fyrir betri borg.Vísir/Einar „Ég fæddist í Eyjafirði. Var þar í menntaskóla og kláraði Verkmenntaskólann á Akureyri. Svo fór ég til Reykjavíkur og þaðan til Gautaborgar þar sem ég á alltaf smá part af hjarta mínu. Síðan flutti ég til baka og var búin að flytja, ég held á fimm staði, innan borgarinnar þegar ég flutti í Laugardalinn. Þá fann ég bara, hérna ætla ég að vera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir. „Að hafa prófað að búa á mismunandi stöðum í borginni, að þekkja svolítið borgina er mikilvægt. Ég á eftir að prófa að búa í Breiðholtinu og prófa að búa í Vesturbænum og svona. En ég veit hvernig hjartað slær og það er mismunandi í mismunandi hverfum, það er víst mjög spennandi,“ segir Heiða. Strögglaði í skólanum Heiða starfaði sem matartæknir og lagði fyrir sig næringarráðgjöf, tók master í stjórnun stóreldhúsa og gæðastjórnun. Einnig fór hún í MBA. Námsganga Péturs hófst aftur á móti ekki vel. „Ég var að ströggla mikið í skóla þegar ég var yngri. Í Hólabrekkuskóla þá vissi ég ekki að ég væri lesblindur. Skólagangan var ekkert sérstök, þó nóg til þess að fara í Versló. Það var nú erfitt að komast inn í Versló eins og þið vitið,“ segir hann. Pétur Marteinsson er klár í slaginn. „Í Versló kemur þetta sko algjörlega í bakið á mér. Þegar maður þarf að fara að lesa aðeins stærri bækur og svoleiðis, þannig að Versló er í rauninni hálfgerð sorgarsaga þrátt fyrir að það væri ógeðslega gaman og á marga vini úr Versló, þannig að ég tek bara þrjú ár í Versló. Síðan fer ég í Fjölbraut í Breiðholti og síðan er ég bara farinn í atvinnumennsku í fótbolta. Og fer ekki aftur í nám fyrr en ég er orðinn fullorðinn maður og skrái mig í MBA í HR árið 2007. Þannig að ég er með MBA-gráðu,“ segir Pétur. Eins og margir vita var Pétur lengi vel atvinnumaður í fótbolta og segir að sú reynsla myndi koma sér vel sem leiðandi afl í borgarstjórn líkt og reynsla hans af viðskiptalífinu. „Að vera atvinnumaður í fótbolta er töluverð pressa og mikil samkeppni á hverjum degi. Þá er maður gagnrýndur af þjálfurum og meðspilurum. Maður er í samkeppni við strákana í liðinu sem eru næst manni. En maður veit líka að við þurfum á hvorum öðrum að halda.“ Áður en Heiða varð borgarfulltrúi starfaði hún meðal annars sem forstöðumaður eldhúsa og matsala á Landspítalanum. Og þá var hún formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Þolandi ofbeldis „Mín tillaga var að við myndum búa til ofbeldisvarnanefnd. Ég er auðvitað, eins og margar konur, þolandi ofbeldis og vil bara koma í veg fyrir að það komi fyrir nokkra konu, karl eða neinn. En auðvitað vorum við þá sérstaklega að horfa á þetta kynbundna ofbeldi sem að einhvern veginn virðist alltaf, ekki kannski samþykkt, en einhvern veginn alltaf viðgengst í samfélaginu. Við opnuðum Bjarkahlíð og ég veit að það hefur breytt miklu fyrir fólk,“ segir Heiða. En af hverju ákveða þau að leggja fyrir sig pólitík? „Ég var ekkert endilega á leiðinni inn í pólitík, alls ekki. Það æxlaðist þannig að það var ung og bara frábær kona sem var mjög efnileg og var að sækjast eftir að verða formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Og ég segi við hana einhvers staðar bara „ef að þú ferð fram, þá skal ég styðja þig af því að, kvennamálin brenna á mér.“ Einhvern veginn fór ég inn í stjórnina og svo varð ég formaður. Og síðan vorum við að skora á konur að bjóða sig fram, sérstaklega í oddvitasæti. Fórum út með áskorun kvennahreyfingar til allra flokkanna. Og þá bara fékk ég margar áskoranir og lét bara slag standa og var með,“ segir Heiða og bætir við að núna sé hún að klára sitt fyrsta heila kjörtímabil. Umboðsmaður drengsins í kerfinu „Ég hef reynslu af því að nýta mér kerfið. Við eigum fjögur börn og sonur okkar veiktist hastarlega og hefur þurft að takast á við það, þannig að ég þurfti alveg að fara þarna á milli skólakerfisins og velferðarkerfisins og íþróttanna. Og ég var einhvern veginn hans umboðsmaður,“ segir hún. „Ég hélt alltaf að ég gæti mögulega gert meira gagn hinum megin við borðið, eitthvað að styrkja hverfið hérna með Kaffihúsi Vesturbæjar, eitthvað aðeins ferðaþjónustuna og menninguna með Kex. Svo var ég að vinna í hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og fannst ég alveg hafa verið að gera gagn fyrir samfélagið,“ segir Pétur. „Núna finnst mér aðeins blikur á lofti og þessi sósíaldemókratíska stefna, bara þetta norræna velferðarkerfi sem Samfylkingin hefur verið haft sem grunnstefnu í borginni í langan tíma, er undir í kosningunum í maí,“ segir hann. Samfylkingin er ekki fyrsti flokkurinn sem hann hefur gengið til liðs við, hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2009. Var hægrimaður „Ég hef verið skráðir síðan 2014 og tekið þátt í öllum prófkjörum og fylgt stefnu Samfylkingarinnar, sér í lagi í borginni, í mjög langan tíma. Ég var hægrimaður þegar ég var yngri. Við vorum eitthvað að daðra við og velta fyrir okkur frelsishugtakinu, við félagarnir í Breiðholtinu og fórum í Versló og héldum áfram með það. En lífið tekur við og maður bæði kynnist sjálfum sér og sér áskoranir í kringum sig. Við bjuggum í Boston og maður sér að fólk sem misstígur sig í því samfélagi, þá er enginn sem grípur það. Við Reykvíkingar viljum öll passa upp á okkar minnstu bræður og systur. Ég held að það sé enginn ósammála því,“ segir Pétur. Og það væri ekki borgarstjórnarumræða án þess að ræða leikskólamálin. „Við höfum ekki sinnt viðhaldi á leikskólunum sem skyldi þannig að húsnæðisvandi er eitt af þessum vandamálum. Þannig að það er verið að flytja börn á milli. Það hefur gengið illa að ráða inn í leikskólana. Það var held ég í byrjun árs að það vantaði 50 prósent. Ég held að við séum uppi í 75 prósent núna, þannig að þetta er á réttri leið. Atvinnurekendur eru ekki ánægðir þegar fólk þarf að fara, en við verðum að hafa í huga alltaf þegar það verður að taka ákvarðanir, að einstæðir foreldrar, fólk í láglaunastörfum eða fólk sem á einhvern hátt hefur það verra en aðrir í samfélaginu, við verðum að huga að þeim. Það þurfa kannski að vera sérstakir samningar fyrir þau,“ segir Pétur. „Við auðvitað fórum í þessa tilraun sem að mér fannst bara mikilvægt að við gerðum eftir að ég tók við, að við værum að reyna að ná konsensus, ná saman flokkarnir í borgarstjórn um svona mál sem að hefur mikið verið deilt um. Og við fórum út og kynntum það og það má segja að það hafi ekki fengið góðar viðtökur. Allavega mikla gagnrýni frá sérstaklega verkalýðshreyfingunni. Það var eitt af því sem við gerðum í þessum nýja meirihluta, við bara létum fara yfir öll plön um það hvernig ætlum við að fjölga leikskólum. Hvernig ætlum við að opna fleiri leikskólapláss? Það er búið að skoða það. Það er það sem fólk vill geta gengið að. Það þarf að vera öruggur og góður staður og það er ekki nóg að byggja, það þarf líka að fá fólk. Þannig að ég held að þetta sé eitt af því sem við þurfum að gera. Við þurfum að laða að fleira fólk.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar þurfa þau til að mynda að hrósa hvort öðru.
Ísland í dag Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira