Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2026 16:07 Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans og móðir, sagði frá því fyrr í dag að hún og maðurinn hennar skiptust á við annað par að vera heima svo þau kæmust til vinnu. Vísir/Vilhelm Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku. Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að tíu börn hefðu óskað eftir flutningi af leikskólanum og að hennar mati ætti ekki að taka önnur inn. Það myndi skapa svigrúm til að takast á við manneklu og koma í veg fyrir svo mikla skipulagða fáliðun. Slík fáliðun hefur verið á leikskólanum frá því vorið 2024. Fyrst hálfur dagur, svo einn dagur og nú einn og hálfur dagur. „Fyrir þau börn sem hafa óskað eftir flutningi gildir að þau raðast á biðlista eftir kennitöluröð og fá boð um leikskóladvöl eftir því sem leikskólapláss losna á öðrum leikskóla sem þau hafa óskað eftir flutningi á. Ef pláss losna og börn hætta á leikskólanum verður metið með stjórnendum leikskólans hvort tilefni sé til að hægja á inntöku barna í stað þeirra barna sem fara. Það er gjarnan gert í leikskólum sem standa frammi fyrir erfiðum mönnunarvanda og tíðri fáliðun. Rétt er að geta að fáliðun síðasta haust var helmingi minni en haustið 2024,“ segir í svari borgarinnar um málið. Fram kom í viðtalinu við Ólöfu að það væri mikil óvissa á leikskólanum hvað varðar yfirvofandi framkvæmdir. Það eigi að stækka leikskólann og starfsemin hafi átt að vera í Húsaskóla í vetur en framkvæmdunum frestað. Í svari borgarinnar segir að nú sé áætlað að leikskólinn flytji í Húsaskóla næsta sumar og framkvæmdir hefjist við leikskólann. Áætlað er að stækka leikskólann með viðbyggingu sem verður tæpir 1000 fermetrar, í henni verða fjórar deildir fyrir um 70 börn. Þá segir enn fremur í svari að varðandi aðrar leiðir þá hafi stýrihópur um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla unnið að tillögum sem sé ætlað að bæta starfsumhverfi í leikskólum, draga úr fáliðun og tryggja faglegt starf. Um er að ræða svokallaða Reykjavíkurleið. Breytingarnar voru kynntar í upphafi október og miða að því að fækka fáliðunardögum í leikskólum og auka fyrirsjáanleika fyrir starfsfólk, foreldra og aðra forráðamenn. Tillögur í jafnréttismati Miklar breytingar eru í tillögunni gerðar á gjaldskrá og kynntir nýir afslættir sem eiga að hvetja foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Vinnutími starfsfólks á að vera 36 klukkustundir en meðaldvalartími barna er yfir 40 klukkustundir. Breytingunum er ætlað að tryggja að vinnutími starfsfólks verði 38 klukkustundir. Tillögurnar fóru í víðtækt samráð síðasta haust og eru nú í endurskoðun hjá stýrihópnum. Samkvæmt upplýsingum frá formanni hópsins eru tillögurnar í jafnréttismati. Breyttar tillögur verða kynntar síðar í janúar. Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að tíu börn hefðu óskað eftir flutningi af leikskólanum og að hennar mati ætti ekki að taka önnur inn. Það myndi skapa svigrúm til að takast á við manneklu og koma í veg fyrir svo mikla skipulagða fáliðun. Slík fáliðun hefur verið á leikskólanum frá því vorið 2024. Fyrst hálfur dagur, svo einn dagur og nú einn og hálfur dagur. „Fyrir þau börn sem hafa óskað eftir flutningi gildir að þau raðast á biðlista eftir kennitöluröð og fá boð um leikskóladvöl eftir því sem leikskólapláss losna á öðrum leikskóla sem þau hafa óskað eftir flutningi á. Ef pláss losna og börn hætta á leikskólanum verður metið með stjórnendum leikskólans hvort tilefni sé til að hægja á inntöku barna í stað þeirra barna sem fara. Það er gjarnan gert í leikskólum sem standa frammi fyrir erfiðum mönnunarvanda og tíðri fáliðun. Rétt er að geta að fáliðun síðasta haust var helmingi minni en haustið 2024,“ segir í svari borgarinnar um málið. Fram kom í viðtalinu við Ólöfu að það væri mikil óvissa á leikskólanum hvað varðar yfirvofandi framkvæmdir. Það eigi að stækka leikskólann og starfsemin hafi átt að vera í Húsaskóla í vetur en framkvæmdunum frestað. Í svari borgarinnar segir að nú sé áætlað að leikskólinn flytji í Húsaskóla næsta sumar og framkvæmdir hefjist við leikskólann. Áætlað er að stækka leikskólann með viðbyggingu sem verður tæpir 1000 fermetrar, í henni verða fjórar deildir fyrir um 70 börn. Þá segir enn fremur í svari að varðandi aðrar leiðir þá hafi stýrihópur um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla unnið að tillögum sem sé ætlað að bæta starfsumhverfi í leikskólum, draga úr fáliðun og tryggja faglegt starf. Um er að ræða svokallaða Reykjavíkurleið. Breytingarnar voru kynntar í upphafi október og miða að því að fækka fáliðunardögum í leikskólum og auka fyrirsjáanleika fyrir starfsfólk, foreldra og aðra forráðamenn. Tillögur í jafnréttismati Miklar breytingar eru í tillögunni gerðar á gjaldskrá og kynntir nýir afslættir sem eiga að hvetja foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Vinnutími starfsfólks á að vera 36 klukkustundir en meðaldvalartími barna er yfir 40 klukkustundir. Breytingunum er ætlað að tryggja að vinnutími starfsfólks verði 38 klukkustundir. Tillögurnar fóru í víðtækt samráð síðasta haust og eru nú í endurskoðun hjá stýrihópnum. Samkvæmt upplýsingum frá formanni hópsins eru tillögurnar í jafnréttismati. Breyttar tillögur verða kynntar síðar í janúar.
Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira