Borgarstjórn

Fréttamynd

„Orð­laus af reiði“ yfir ó­boð­legu leik­skóla­hús­næði í Ár­múla

Foreldri barns í leikskólanum Brákarborg kveðst orðlaus af reiði og ekki vita hvað hún eigi að gera, en til stendur að færa starfsemi leikskólans tímabundið yfir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla, sem hún segir óboðlegt leikskólabörnum. Í gær barst foreldrum póstur um að framkvæmdir yrðu í húsnæði Brákarborgar í ótilgreindan tíma, og starfsemi skólans yrði færð yfir í Ármúlann á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Bendir í­búum á tjald­svæði í grennd við borgina

„Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“

Innlent
Fréttamynd

Hjól­hýsa­búum „gert að búa á sorp­haug“

Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Gert að búa á sorp­haug við Sævarhöfða

Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 

Skoðun
Fréttamynd

Kveikjum á­hugann – Kveikjum neistann

Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug.

Skoðun
Fréttamynd

Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina

Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um öldunga­ráð borgarinnar

Óvænt tillaga leit dagsins ljós í öldungaráði Reykjavíkurborgar þess efnis að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis fengi aðeins einn fulltrúa í sjö manna öldungaráði borgarinnar í stað þriggja eins og verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“

„Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“

Innlent
Fréttamynd

Parísarhjól sprettur upp við höfnina

Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stúkan óviðgerðarhæf og jafn­vel hættu­leg

Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu.

Innlent
Fréttamynd

Stefnu­breyting í fjár­mögnun borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán milljarða króna lán­taka borgarinnar sam­þykkt

Síðdegis kom borgarstjórn saman á aukafundi til þess að ræða lántöku frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra. Það gerir fimmtán milljarða króna. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk sjálfs­mörk í Laugar­dalnum – að­för að skóla­starfi

Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkur með sínar sögufrægu þvottalaugar, glæsileg íþróttamannvirki, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gróðursæla útivistarparadís. Dalurinn tengir þau íbúðahverfi sem að honum liggja, á Teigunum, í Laugarnesinu, við Laugarásinn, í Klepps- og Langholti og að Heimahverfi.

Skoðun