Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2026 16:57 Semenyo komst á blað í fyrsta leik. Mark Thompson/Getty Images Antoine Semenyo er kominn í gang hjá nýjum vinnuveitendum. Hann skoraði eitt marka Manchester City í 10-1 sigri á Exeter í enska bikarnum er hann þreytti frumraun sína. Hákon Rafn Valdimarsson komst þá áfram og hélt hreinu fyrir Brentford. Níu leikir voru á dagskrá um miðjan dag í bikarnum og þónokkur úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Þar á meðal var Brentford sem vann 2-0 útisigur á B-deildarliði Sheffield Wednesday. Hákon hélt hreinu og Brentford fór áfram.Steven Paston/PA Images via Getty Images Keane Lewis-Potter skoraði fyrra mark liðsins og Matthias Jensen það síðara úr víti. Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri á milli stanganna hjá Brentford og hélt hreinu. Manchester City fór þá létt með C-deildarlið Exeter. City skoraði tíu mörk í leiknum en Erling Haaland skoraði ekki neitt þeirra. Hann spilaði að vísu aðeins fyrri hálfleikinn. Varnarmaðurinn ungi Max Alleyne skoraði fyrsta markið og Rodri annað. Exeter skoraði svo tvö sjálfsmörk fyrir hlé og staðan 4-0. Rico Lewis skoraði fimmta markið áður en Antoine Semenyo skoraði sitt fyrsta mark fyrir þá bláklæddu eftir skipti frá Bournemouth í vikunni. Tijjani Reijnders skoraði sjöunda markið, Nico O‘Reilly það áttunda og Ryan McAidoo það níunda. Exeter náði sárabótamarki á 90. mínútu til að minnka muninn en City svaraði um hæl með tíunda markinu er Rico Lewis skoraði sitt annað mark. Lokatölur 10-1 fyrir City. Burnley, Fulham og Stoke áfram Newcastle og Bournemouth eigast við í úrvalsdeildarslag. Sá leikur fór 2-2 og er framlengdur. Fylgjast má með gangi mála hér og þá er hann í beinni á Sýn Sport Viaplay. Úrvalsdeildarlið Burnley fór þá létt með Millwall á Turf Moor. Öldungurinn Ashley Barnes skoraði tvö og þeir Loum Tchaouna, Jaidon Anthony og Jaydon Banel eitt hver í 5-0 sigri sem skaut Burnley í fjórðu umferðina. Fulham fór þá áfram eftir 3-1 endurkomusigur á Middlesbrough á Craven Cottage í Lundúnum. Hayden Hackney kom gestunum í Boro yfir í fyrri hálfleik en mörk Harry Wilson, Emile Smith-Rowe og Brassans Kevin eftir hléið veittu Fulham sæti í fjórðu umferð. Stoke fer áfram eftir 1-0 heimasigur á lærisveinum Franks Lampard í Coventry í B-deildarslag. Lamine Cissé skoraði sigurmarkið undir lok leiks. B-deildarlið Southampton fór þá áfram með 3-2 útisigri á C-deildarliði Doncaster Rovers og C-deildarlið Burton Albion vann öruggan 4-0 sigur á utandeildarliði Boreham Wood. Ipswich, sem leikur í B-deildinni eftir fall í fyrravor, vann að lokum 2-1 sigur C-deildarliði Blackpool á Portman Road. Enski boltinn Manchester City Brentford FC Burnley FC Fulham FC Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Níu leikir voru á dagskrá um miðjan dag í bikarnum og þónokkur úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Þar á meðal var Brentford sem vann 2-0 útisigur á B-deildarliði Sheffield Wednesday. Hákon hélt hreinu og Brentford fór áfram.Steven Paston/PA Images via Getty Images Keane Lewis-Potter skoraði fyrra mark liðsins og Matthias Jensen það síðara úr víti. Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri á milli stanganna hjá Brentford og hélt hreinu. Manchester City fór þá létt með C-deildarlið Exeter. City skoraði tíu mörk í leiknum en Erling Haaland skoraði ekki neitt þeirra. Hann spilaði að vísu aðeins fyrri hálfleikinn. Varnarmaðurinn ungi Max Alleyne skoraði fyrsta markið og Rodri annað. Exeter skoraði svo tvö sjálfsmörk fyrir hlé og staðan 4-0. Rico Lewis skoraði fimmta markið áður en Antoine Semenyo skoraði sitt fyrsta mark fyrir þá bláklæddu eftir skipti frá Bournemouth í vikunni. Tijjani Reijnders skoraði sjöunda markið, Nico O‘Reilly það áttunda og Ryan McAidoo það níunda. Exeter náði sárabótamarki á 90. mínútu til að minnka muninn en City svaraði um hæl með tíunda markinu er Rico Lewis skoraði sitt annað mark. Lokatölur 10-1 fyrir City. Burnley, Fulham og Stoke áfram Newcastle og Bournemouth eigast við í úrvalsdeildarslag. Sá leikur fór 2-2 og er framlengdur. Fylgjast má með gangi mála hér og þá er hann í beinni á Sýn Sport Viaplay. Úrvalsdeildarlið Burnley fór þá létt með Millwall á Turf Moor. Öldungurinn Ashley Barnes skoraði tvö og þeir Loum Tchaouna, Jaidon Anthony og Jaydon Banel eitt hver í 5-0 sigri sem skaut Burnley í fjórðu umferðina. Fulham fór þá áfram eftir 3-1 endurkomusigur á Middlesbrough á Craven Cottage í Lundúnum. Hayden Hackney kom gestunum í Boro yfir í fyrri hálfleik en mörk Harry Wilson, Emile Smith-Rowe og Brassans Kevin eftir hléið veittu Fulham sæti í fjórðu umferð. Stoke fer áfram eftir 1-0 heimasigur á lærisveinum Franks Lampard í Coventry í B-deildarslag. Lamine Cissé skoraði sigurmarkið undir lok leiks. B-deildarlið Southampton fór þá áfram með 3-2 útisigri á C-deildarliði Doncaster Rovers og C-deildarlið Burton Albion vann öruggan 4-0 sigur á utandeildarliði Boreham Wood. Ipswich, sem leikur í B-deildinni eftir fall í fyrravor, vann að lokum 2-1 sigur C-deildarliði Blackpool á Portman Road.
Enski boltinn Manchester City Brentford FC Burnley FC Fulham FC Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira