Enski boltinn

Tottenham fær brasilískan bakvörð

Sindri Sverrisson skrifar
Souza mætir með vinstri fótinn sinn til Lundúna á sunnudaginn.
Souza mætir með vinstri fótinn sinn til Lundúna á sunnudaginn. Getty/Marco Buenavista

Tottenham hefur tryggt sér brasilíska vinstri bakvörðinn Souza og greiðir fyrir hann fimmtán milljónir evra, eða um 2,2 milljarða króna.

Þetta fullyrðir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem segir að þessi 19 ára leikmaður Santos í Brasilíu muni ferðast til Lundúna á sunnudaginn.

Souza er aðeins 19 ára gamall en hefur spilað 38 leiki fyrir aðallið Santos og á að baki 12 leiki fyrir U17-landslið Brasilíu.

Samkvæmt ESPN hafði Tottenham áður boðið 13 milljónir evra í leikmanninn en því tilboði var hafnað. Þar segir jafnframt að Santos hafi átt 75% fjárhagslegan rétt á leikmanninum sem hafi verið með samning fram til desember 2028.

Tottenham vill bæta við sig vinstri bakverði eftir að hægri bakvörðurinn Djed Spence hefur þurft að leysa stöðuna á meðan að Destiny Udogie hefur verið frá keppni vegna tognunar aftan í læri. Ben Davies sneri þó aftur til keppni í 1-1 jafnteflinu við Sunderland á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×