Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2026 14:16 Skjáskot úr myndbandi af áhlaupinu um borð í olíuflutningaskipið Olina. Bandarískir hermenn tóku í morgun yfir stjórn olíuflutningaskipsins Olina á Karíbahafinu. Skipið er sagt bera olíu frá Venesúela og mun því hafa verið siglt undir fölsku flaggi. Þetta er fimmta skipið tengt Venesúela sem Bandaríkjamenn taka yfir á nokkrum vikum. Bandaríkjamenn eru sagðir líklegir til að taka stjórn á fleiri skipum á næstunni en allavega sextán olíuflutningaskipum hefur verið siglt frá Venesúela á undanförnum vikum. Bandaríkjamenn hafa sett Venesúela í herkví og vilja nota hana til að stýra olíusölu ríkisstjórnar landsins og þvinga þannig ríkisstjórnina til samvinnu. Olina var samkvæmt frétt Wall Street Journal áður kallað Minerva M og var það beitt refsiaðgerðum í fyrra. Það ku hafa verið notað af Rússum til að komast hjá viðskiptaþvingunum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Skipinu var siglt undir fána Austur-Tímor en það sendi síðast út staðsetningu um miðjan nóvember og var það þá undan ströndum Venesúela. Yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Suður-Ameríku birti í dag myndband af áhlaupinu um borð í skipið á Karíbahafinu. Það er sagt hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hermönnunum var flogið frá flugmóðurskipinu USS Gerald Ford. Once again, our joint interagency forces sent a clear message this morning: “there is no safe haven for criminals.”In a pre-dawn action, Marines and Sailors from Joint Task Force Southern Spear, in coordination with the Department of Homeland Security, launched from the USS… pic.twitter.com/1ASoajGVHG— U.S. Southern Command (@Southcom) January 9, 2026 Refsiaðgerðir gegn skuggaflotanum Ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað skip úr svokölluðum „skuggaflota“ til að selja olíu þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Í flestum tilfellum er um að ræða gömul olíuflutningaskip sem eru oft í slæmu ástandi. Þeim er reglulega siglt án þess að þau sendi út staðsetningarupplýsingar eða sendar eru út falskar upplýsingar um staðsetningu þeirra. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu hafa beitt skip í þessum skuggaflota sífellt harðari refsiaðgerðum til að reyna að gera smyglið erfiðara eða stöðva það. Aðgerðir Bandaríkjamanna undanfarnar vikur þar sem þeir hafa lagt hald á skip tengd Venesúela þykja mögulega benda til þess að fleiri ríki grípi til sambærilegra aðgerða. Hermenn um borð í Olina. Hundruð skipa í flotanum Samkvæmt WSJ er nú talið að allt að 1.470 olíuflutningaskip tilheyri þessum flota en þeim hefur fjölgað gífurlega frá 2022. Sérfræðingar sem ræddu við miðilinn áætla að flotinn hafi í fyrra flutt um 3,7 milljarða tunna af olíu en það samsvarar um sex til sjö prósentum af heildarmarkaði síðasta árs. Mörg skipanna eru orðin gömul og eru slys nokkuð tíð. Þá eru mörg skipanna einnig ótryggð. Í grein WSJ, þar sem farið er ítarlega yfir það hvernig skuggaflotinn virkar, er skipið Kapitan Kostivchev notað sem dæmi. Fyrr í þessum mánuði var því siglt til móts við annað skip sem hefur verið beitt refsiaðgerðum á Japanshafi. Þar var um sjö hundruð þúsund tunnum af olíu frá Rússlandi dælt yfir í Jun Tong, sem flutti olíuna svo til vinnslu í Kína, sem er stærsti kaupandi Rússa á olíu. Bæði skipin voru þá með slökkt á staðsetningartækjum þeirra. Jun Tong bar nafnið Tai Shan þar til í ágúst og þar áður var skipið kallað Fair Seas. Því er nú siglt undir fána Kamerún en hefur áður borið fána Möltu, Marshalleyja og Panama. Skráningum reglulega breytt Samkvæmt alþjóðasamþykktum um skipaflutninga eiga skip að vera skráð í tilteknum ríkjum og bera fána þeirra. Skip eru þá bundin reglum og lögum þeirra ríkja þar sem þau eru skráð. Kerfið var þróað til að tryggja að flutningaskip séu tryggð og að komið sé vel fram við áhafnarmeðlimi. Svokölluð skuggaskip notast oft við fána fátækra smáríkja og í mörgum tilfellum í skiptum fyrir greiðslur til þessara ríkja. WSJ segir að í sumum ríkjum sé rekstur skipaskráa á höndum utanaðkomandi aðila og stundum sé keppst um að bjóða lægri skráningagjöld, skatta og aðrar ívilnanir til að laða eigendur skuggaskipa til tiltekinna ríkja. Hér að neðan má sjá myndband sem WSJ gerði um skuggaflotann fyrir um ári síðan. Skipin skipta reglulega um eigendur og er í flestum tilfellum notast við skúffufélög skráð þar sem reglur þykja léttvægar, eins og í Dúbaí, Hong Kong og Marshalleyjum. Er þetta gert til að fela raunverulega eigendur skipanna. Skipið sem kallaðist Marinera þegar það var tekið suður af Íslandi fyrr í vikunni hafði áður siglt undir fána Gvæjana. Þegar til stóð að taka skipið var nafni þess breytt úr Bella 1 og rússneski fáninn málaður á það. Þá birtist skipið á skipaskrá í Rússlandi og sendu yfirvöld þar í landi herskip til móts við það með því markmiði að Bandaríkjamenn tækju það. Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Skipaflutningar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bandaríkjamenn eru sagðir líklegir til að taka stjórn á fleiri skipum á næstunni en allavega sextán olíuflutningaskipum hefur verið siglt frá Venesúela á undanförnum vikum. Bandaríkjamenn hafa sett Venesúela í herkví og vilja nota hana til að stýra olíusölu ríkisstjórnar landsins og þvinga þannig ríkisstjórnina til samvinnu. Olina var samkvæmt frétt Wall Street Journal áður kallað Minerva M og var það beitt refsiaðgerðum í fyrra. Það ku hafa verið notað af Rússum til að komast hjá viðskiptaþvingunum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Skipinu var siglt undir fána Austur-Tímor en það sendi síðast út staðsetningu um miðjan nóvember og var það þá undan ströndum Venesúela. Yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Suður-Ameríku birti í dag myndband af áhlaupinu um borð í skipið á Karíbahafinu. Það er sagt hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hermönnunum var flogið frá flugmóðurskipinu USS Gerald Ford. Once again, our joint interagency forces sent a clear message this morning: “there is no safe haven for criminals.”In a pre-dawn action, Marines and Sailors from Joint Task Force Southern Spear, in coordination with the Department of Homeland Security, launched from the USS… pic.twitter.com/1ASoajGVHG— U.S. Southern Command (@Southcom) January 9, 2026 Refsiaðgerðir gegn skuggaflotanum Ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað skip úr svokölluðum „skuggaflota“ til að selja olíu þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Í flestum tilfellum er um að ræða gömul olíuflutningaskip sem eru oft í slæmu ástandi. Þeim er reglulega siglt án þess að þau sendi út staðsetningarupplýsingar eða sendar eru út falskar upplýsingar um staðsetningu þeirra. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu hafa beitt skip í þessum skuggaflota sífellt harðari refsiaðgerðum til að reyna að gera smyglið erfiðara eða stöðva það. Aðgerðir Bandaríkjamanna undanfarnar vikur þar sem þeir hafa lagt hald á skip tengd Venesúela þykja mögulega benda til þess að fleiri ríki grípi til sambærilegra aðgerða. Hermenn um borð í Olina. Hundruð skipa í flotanum Samkvæmt WSJ er nú talið að allt að 1.470 olíuflutningaskip tilheyri þessum flota en þeim hefur fjölgað gífurlega frá 2022. Sérfræðingar sem ræddu við miðilinn áætla að flotinn hafi í fyrra flutt um 3,7 milljarða tunna af olíu en það samsvarar um sex til sjö prósentum af heildarmarkaði síðasta árs. Mörg skipanna eru orðin gömul og eru slys nokkuð tíð. Þá eru mörg skipanna einnig ótryggð. Í grein WSJ, þar sem farið er ítarlega yfir það hvernig skuggaflotinn virkar, er skipið Kapitan Kostivchev notað sem dæmi. Fyrr í þessum mánuði var því siglt til móts við annað skip sem hefur verið beitt refsiaðgerðum á Japanshafi. Þar var um sjö hundruð þúsund tunnum af olíu frá Rússlandi dælt yfir í Jun Tong, sem flutti olíuna svo til vinnslu í Kína, sem er stærsti kaupandi Rússa á olíu. Bæði skipin voru þá með slökkt á staðsetningartækjum þeirra. Jun Tong bar nafnið Tai Shan þar til í ágúst og þar áður var skipið kallað Fair Seas. Því er nú siglt undir fána Kamerún en hefur áður borið fána Möltu, Marshalleyja og Panama. Skráningum reglulega breytt Samkvæmt alþjóðasamþykktum um skipaflutninga eiga skip að vera skráð í tilteknum ríkjum og bera fána þeirra. Skip eru þá bundin reglum og lögum þeirra ríkja þar sem þau eru skráð. Kerfið var þróað til að tryggja að flutningaskip séu tryggð og að komið sé vel fram við áhafnarmeðlimi. Svokölluð skuggaskip notast oft við fána fátækra smáríkja og í mörgum tilfellum í skiptum fyrir greiðslur til þessara ríkja. WSJ segir að í sumum ríkjum sé rekstur skipaskráa á höndum utanaðkomandi aðila og stundum sé keppst um að bjóða lægri skráningagjöld, skatta og aðrar ívilnanir til að laða eigendur skuggaskipa til tiltekinna ríkja. Hér að neðan má sjá myndband sem WSJ gerði um skuggaflotann fyrir um ári síðan. Skipin skipta reglulega um eigendur og er í flestum tilfellum notast við skúffufélög skráð þar sem reglur þykja léttvægar, eins og í Dúbaí, Hong Kong og Marshalleyjum. Er þetta gert til að fela raunverulega eigendur skipanna. Skipið sem kallaðist Marinera þegar það var tekið suður af Íslandi fyrr í vikunni hafði áður siglt undir fána Gvæjana. Þegar til stóð að taka skipið var nafni þess breytt úr Bella 1 og rússneski fáninn málaður á það. Þá birtist skipið á skipaskrá í Rússlandi og sendu yfirvöld þar í landi herskip til móts við það með því markmiði að Bandaríkjamenn tækju það.
Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Skipaflutningar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira