Erlent

Þing­maður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þingkonan birti þessa mynd af sér í byrjun janúar á Facebook.
Þingkonan birti þessa mynd af sér í byrjun janúar á Facebook. Facebook

Katja Nyberg, þingkona Svíþjóðardemókrata, var handtekin fyrir ölvunarakstur á milli jóla og nýárs. Í frétt Aftenposten segir að við líkamsleit hafi lögregla fundið poka og að grunur liggi á að í honum hafi verið kókaín. Ökuskírteini hennar hefur verið gert upptækt.

Nyberg var handtekin í sveitarfélaginu Värmdö seint að kvöldi 28. desember og flutt á lögreglustöð í kjölfarið.

Nyberg er samkvæmt fréttinni fyrrverandi lögreglukona og situr í dómsmálanefnd þingsins. Þingkonan er nú grunuð um grófa ölvun við akstur og fíkniefnalagabrot. Málið er rannsakað af sérstakri rannsóknardeild lögreglunnar sem sér um rannsóknir þar sem þingmenn koma við sögu.

Í umfjöllun Aftenposten segir að Katja Nyberg hafi setið á þingi fyrir Svíþjóðardemókrata síðan 2018. Hún eigi sæti í dómsmálanefnd þingsins og sé varamaður í nokkrum öðrum nefndum. Á stjórnmálaferli sínum hefur hún verið áberandi í lögreglu- og dómsmálum og hefur, meðal annars, verið talsmaður Svíþjóðardemókrata í lögreglumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×