Erlent

Einn látinn í ó­veðrinu í Sví­þjóð

Jón Þór Stefánsson skrifar
Stormurinn sem nú fer um Svíþjóð og Noreg hefur hlotið nafnið Jóhannes.
Stormurinn sem nú fer um Svíþjóð og Noreg hefur hlotið nafnið Jóhannes. EPA

Einn er látinn vegna mikils óveðurs sem geisar nú um Svíþjóð og Noreg. Maðurinn mun hafa verið við skíðasvæðið í Kungsberget, nálægt sænska bænum Sandviken.

Á vef Aftonbladet segir að maðurinn hafi látist þegar tré féll á hann.

Í umfjöllun miðilsins kemur einnig fram að álagið sé mikið hjá viðbragðsaðilum vegna veðursins.

Expressen segir að hinn látni hafi verið á sextugsaldri og að aðstandendum hans hafi verið gert viðvart um andlátið.

Maðurinn mun hafa verið að vinna að viðgerðum vegna óveðursins þegar slysið átti sér stað.

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×