Arsenal í undanúrslit eftir vító Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2025 21:43 Arsenal-menn fögnuðu vel eftir að boltinn rataði loksins í markið. Getty/Mike Egerton Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar. Arsenal virtist fyrirmunað að finna leiðina framhjá hinum argentínska Walter Benitez í marki Palace í venjulegum leiktíma. Guehi jafnaði í uppbótartíma Markið kom þó á endanum, á 80. mínútu, eftir frábæra hornspyrnu Bukayo Saka. Hann sendi boltann yfir á fjærstöng þar sem Riccardo Calafiori náði skallanum, og þaðan skaust svo boltinn einhvern veginn af Maxence Lacroix og í netið. Sjálfsmark. Arsenal hafði skapað sér mun fleiri færi í leiknum og nokkrum sinnum komist nærri því að skora en Benitez átti stórleik þó hann réði ekki við skot samherja síns. Þegar komið var fram í uppbótartíma náði Palace hins vegar að jafna, með fyrsta skoti sínu á rammann, þegar Marc Guehi skoraði eftir aukaspyrnu utan af kanti. Öll átta víti Arsenal í netið Því tók við vítaspyrnukeppni þar sem skyttur liðanna voru flestar öryggið uppmálað. Það var ekki fyrr en fyrrnefndur Lacroix tók áttundu spyrnu Palace sem að Kepa Arrizabalaga, sem stóð í marki Arsenal í kvöld, náði að verja og tryggja Arsenal áfram. Áður höfðu Martin Ødegaard, Declan Rice, Bukayo Saka, Leandro Trossard, Mikel Merino, Riccardo Calafiori, Jurrien Timber og William Saliba skorað fyrir Arsenal, sem og Jean-Philippe Mateta, Justin Devenny, Will Hughes, Borna Sosa, Jefferson Lerma, Adam Wharton og Chrisantus Uche fyrir Palace. Arsenal mætir því Chelsea í tveimur leikjum í undanúrslitunum, um miðjan janúar og í byrjun febrúar. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Newcastle og Manchester City. Enski boltinn Arsenal FC Crystal Palace FC
Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar. Arsenal virtist fyrirmunað að finna leiðina framhjá hinum argentínska Walter Benitez í marki Palace í venjulegum leiktíma. Guehi jafnaði í uppbótartíma Markið kom þó á endanum, á 80. mínútu, eftir frábæra hornspyrnu Bukayo Saka. Hann sendi boltann yfir á fjærstöng þar sem Riccardo Calafiori náði skallanum, og þaðan skaust svo boltinn einhvern veginn af Maxence Lacroix og í netið. Sjálfsmark. Arsenal hafði skapað sér mun fleiri færi í leiknum og nokkrum sinnum komist nærri því að skora en Benitez átti stórleik þó hann réði ekki við skot samherja síns. Þegar komið var fram í uppbótartíma náði Palace hins vegar að jafna, með fyrsta skoti sínu á rammann, þegar Marc Guehi skoraði eftir aukaspyrnu utan af kanti. Öll átta víti Arsenal í netið Því tók við vítaspyrnukeppni þar sem skyttur liðanna voru flestar öryggið uppmálað. Það var ekki fyrr en fyrrnefndur Lacroix tók áttundu spyrnu Palace sem að Kepa Arrizabalaga, sem stóð í marki Arsenal í kvöld, náði að verja og tryggja Arsenal áfram. Áður höfðu Martin Ødegaard, Declan Rice, Bukayo Saka, Leandro Trossard, Mikel Merino, Riccardo Calafiori, Jurrien Timber og William Saliba skorað fyrir Arsenal, sem og Jean-Philippe Mateta, Justin Devenny, Will Hughes, Borna Sosa, Jefferson Lerma, Adam Wharton og Chrisantus Uche fyrir Palace. Arsenal mætir því Chelsea í tveimur leikjum í undanúrslitunum, um miðjan janúar og í byrjun febrúar. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Newcastle og Manchester City.