„Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 10:02 Viktor Gyökeres þótti ekki eiga góðan leik gegn Wolves. getty/Catherine Ivill Framherjamál Arsenal voru til umræðu í Sunnudagsmessunni í gær, meðal annars frammistaða Viktors Gyökeres það sem af er tímabili. Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
„Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30
Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00