Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2025 13:53 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í jaðri Kúpíansk í Karkívhéraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni. Myndbandið birti Selenskí á Telegram en þar segir hann að úkraínskir hermenn hafi náð miklum árangri í borginni og séu að reka Rússa á brott. Forsetinn segir í myndbandinu að árangur sem þessi sé Úkraínumönnum gífurlega mikilvægur. Hann sé nauðsynlegur til að ná fram árangri í friðarviðræðum og styrki stöðu Úkraínumanna. Today, I am in the Kupyansk sector, with our warriors who are getting the job done for Ukraine here. The Russians kept going on about Kupyansk – the reality speaks for itself. I visited our troops and congratulated them. Thank you to each and every warrior! I am proud of you!… pic.twitter.com/kraYEBSSai— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 12, 2025 Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert sótt fram frá því þeir voru hraktir frá Kúrsk-héraði í Rússlandi í byrjun þessa árs. Þess í stað hafa Rússar verið að sækja hægt fram á nokkrum stöðum á víglínunni og var Kúpíansk einn af þeim stöðum, þar til nýlega. Hópurinn DeepState, sem vaktar átökin í Úkraínu og heldur utan um kort af víglínunni og hreyfingum hennar, segir að Úkraínumenn hafi náð tökum á stórum hluta borgarinnar og rekið flesta Rússa á brott þaðan. Skoða má kort DeepState hér og er hægt að flakka milli daga, efst uppi vinstra megin. Þetta er í kjölfar þess að Selenskí sagði þann 3. nóvember að Úkraínumenn myndu frelsa Kúpínask aftur. Þann 20. nóvember lýsti Valerí Gerasimóv, yfirmaður rússneska hersins, því yfir að Kúpíansk hefði verið hernumin. Í kjölfarið hrósaði Pútín hermönnum sínum fyrir árangurinn og bauð svo erlendum blaðamönnum að fara með rússneskum hermönnum til borgarinnar, til að sanna að Rússar hefðu unnið sigur þar. „Ef einhver hefur efasemdir, eins og ég hef áður sagt, erum við tilbúnir til að veita erlendum blaðamönnum og meira að segja úkraínskum rétt til að heimsækja Krasnoarmeysk.“ Þetta sagði Pútín og notaði hann rússneska nafn Kúpíansk. Hann sagði að þar gætu blaðamennirnir séð með eigin augum hverjir stjórnuðu borginni. Dæmi um að sigur Rússa sé ekki óhjákvæmilegur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gefið til kynna að Úkraínumenn séu að tapa stríðinu og eigi engra annarra kosta völ en að semja við Rússa. Það myndi líklega fela í sér undanhald frá stórum hluta Dónetsk-héraðs, sem Rússar vilja ólmir ná. Það er víggirt hérað sem Rússar hafa lengi reynt að hernema að fullu og hefur sóknin kostað þá verulega. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að sigur þeirra sé óhjákvæmilegur og hefur Trump tekið undir það. Það að Úkraínumönnum hafi tekist að reka Rússa frá Kúpínask, ef það reynist rétt, gæti nýst þeim í yfirstandandi viðræðum. Selenskí getur notað það sem dæmi um að sigur Rússa sé alls ekki óhjákvæmilegur. Forsvarsmenn úkraínska hersins, herforingjar á Vesturlöndum og sérfræðingar sem fylgjast náið með átökunum segja í samtali við Wall Street Journal að þó staða Úkraínumanna sé á mörgum sviðum slæm séu þeir ekki að tapa stríðinu. 🇷🇺#Russia'n advance in 🇺🇦#Ukraine this year 2025 pic.twitter.com/qqtMoMzcgh— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 12, 2025 Helsta vandamál Úkraínumanna er mannekla og hafa þeir reynt að nota dróna til að geta varið víglínuna með færri mönnum, en Rússar eru sagðir hafa náð fram úr Úkraínumönnum þegar kemur að notkun dróna og þá að miklu leyti með aðstoð Kínverja. Eins og fram kemur í grein WSJ segja sérfræðingar að ekki sé útlit fyrir að Rússar séu að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Þeir sæki hægt fram og það kosti þá mikið, þó það kosti Úkraínumenn auðvitað einnig. Einn sérfræðingur hjá hugveitunni Center for strategic and international studies, Seth Jones, segir að erfitt sé að finna dæmi um hægari framsókn en framsókn Rússa í hernaðarsögu síðustu hundrað ára. Víglínan hafi meira að segja færst hraðar í orrustunni um Somme í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hermenn lágu í skotgröfum mánuðum saman. Vert er þó að taka fram að í staðbundnum hernaði sem þessum gerist of lítið yfir langt tímabil, þar til önnur hliðin getur ekki lengur haldið slíkum hernaði áfram. Þá getur mikið gerst á skömmum tíma. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12. desember 2025 11:10 Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12. desember 2025 09:27 Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50 Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. 11. desember 2025 15:23 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Myndbandið birti Selenskí á Telegram en þar segir hann að úkraínskir hermenn hafi náð miklum árangri í borginni og séu að reka Rússa á brott. Forsetinn segir í myndbandinu að árangur sem þessi sé Úkraínumönnum gífurlega mikilvægur. Hann sé nauðsynlegur til að ná fram árangri í friðarviðræðum og styrki stöðu Úkraínumanna. Today, I am in the Kupyansk sector, with our warriors who are getting the job done for Ukraine here. The Russians kept going on about Kupyansk – the reality speaks for itself. I visited our troops and congratulated them. Thank you to each and every warrior! I am proud of you!… pic.twitter.com/kraYEBSSai— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 12, 2025 Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert sótt fram frá því þeir voru hraktir frá Kúrsk-héraði í Rússlandi í byrjun þessa árs. Þess í stað hafa Rússar verið að sækja hægt fram á nokkrum stöðum á víglínunni og var Kúpíansk einn af þeim stöðum, þar til nýlega. Hópurinn DeepState, sem vaktar átökin í Úkraínu og heldur utan um kort af víglínunni og hreyfingum hennar, segir að Úkraínumenn hafi náð tökum á stórum hluta borgarinnar og rekið flesta Rússa á brott þaðan. Skoða má kort DeepState hér og er hægt að flakka milli daga, efst uppi vinstra megin. Þetta er í kjölfar þess að Selenskí sagði þann 3. nóvember að Úkraínumenn myndu frelsa Kúpínask aftur. Þann 20. nóvember lýsti Valerí Gerasimóv, yfirmaður rússneska hersins, því yfir að Kúpíansk hefði verið hernumin. Í kjölfarið hrósaði Pútín hermönnum sínum fyrir árangurinn og bauð svo erlendum blaðamönnum að fara með rússneskum hermönnum til borgarinnar, til að sanna að Rússar hefðu unnið sigur þar. „Ef einhver hefur efasemdir, eins og ég hef áður sagt, erum við tilbúnir til að veita erlendum blaðamönnum og meira að segja úkraínskum rétt til að heimsækja Krasnoarmeysk.“ Þetta sagði Pútín og notaði hann rússneska nafn Kúpíansk. Hann sagði að þar gætu blaðamennirnir séð með eigin augum hverjir stjórnuðu borginni. Dæmi um að sigur Rússa sé ekki óhjákvæmilegur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gefið til kynna að Úkraínumenn séu að tapa stríðinu og eigi engra annarra kosta völ en að semja við Rússa. Það myndi líklega fela í sér undanhald frá stórum hluta Dónetsk-héraðs, sem Rússar vilja ólmir ná. Það er víggirt hérað sem Rússar hafa lengi reynt að hernema að fullu og hefur sóknin kostað þá verulega. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að sigur þeirra sé óhjákvæmilegur og hefur Trump tekið undir það. Það að Úkraínumönnum hafi tekist að reka Rússa frá Kúpínask, ef það reynist rétt, gæti nýst þeim í yfirstandandi viðræðum. Selenskí getur notað það sem dæmi um að sigur Rússa sé alls ekki óhjákvæmilegur. Forsvarsmenn úkraínska hersins, herforingjar á Vesturlöndum og sérfræðingar sem fylgjast náið með átökunum segja í samtali við Wall Street Journal að þó staða Úkraínumanna sé á mörgum sviðum slæm séu þeir ekki að tapa stríðinu. 🇷🇺#Russia'n advance in 🇺🇦#Ukraine this year 2025 pic.twitter.com/qqtMoMzcgh— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 12, 2025 Helsta vandamál Úkraínumanna er mannekla og hafa þeir reynt að nota dróna til að geta varið víglínuna með færri mönnum, en Rússar eru sagðir hafa náð fram úr Úkraínumönnum þegar kemur að notkun dróna og þá að miklu leyti með aðstoð Kínverja. Eins og fram kemur í grein WSJ segja sérfræðingar að ekki sé útlit fyrir að Rússar séu að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Þeir sæki hægt fram og það kosti þá mikið, þó það kosti Úkraínumenn auðvitað einnig. Einn sérfræðingur hjá hugveitunni Center for strategic and international studies, Seth Jones, segir að erfitt sé að finna dæmi um hægari framsókn en framsókn Rússa í hernaðarsögu síðustu hundrað ára. Víglínan hafi meira að segja færst hraðar í orrustunni um Somme í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hermenn lágu í skotgröfum mánuðum saman. Vert er þó að taka fram að í staðbundnum hernaði sem þessum gerist of lítið yfir langt tímabil, þar til önnur hliðin getur ekki lengur haldið slíkum hernaði áfram. Þá getur mikið gerst á skömmum tíma.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12. desember 2025 11:10 Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12. desember 2025 09:27 Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50 Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. 11. desember 2025 15:23 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12. desember 2025 11:10
Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12. desember 2025 09:27
Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. 11. desember 2025 15:23