Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. desember 2025 23:19 Marco Rubio utanríkisráðherra og Donald Trump forseti virðast líta á Evrópu sem meiri óvin sinn en Pútín. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. Leiðtogarnir fjórir áttu fjarfund fyrir tveimur vikum síðan þar sem mögulegt friðargæslulið „bandalags hinna viljugu“ í Úkraínu var rætt sem ætlað er að tryggja öryggi Úkraínu þegar vopnahlé kemst á. Reuters og Guardian fjalla um málið. Afdrikaríkir dagar Drög að friðarsáttmála, sem lekið var á dögunum og samið var um í kyrrþey milli bandarískra og rússneskra embættismanna, hafa ekki fallið vel í kramið hvorki í Kænugarði né í öðrum höfuðborgum Evrópu. Getgátur eru jafnvel uppi um að texti þessa 28 punkta draga hafi verið vélþýddur af rússnesku. Úkraínumenn sögðu þessi drög samsvara uppgjöf. Erindrekarnir bandarísku sem útbjuggu þessi drög ásamt rússneskum erindrekum, og freista nú að ná samningi við Úkraínumenn, eru þeir Steve Witkoff fasteignamógúll og golffélagi Trump og Jared Kushner tengdasonur hans. Þeir hafa nú í þrjá daga staðið í viðræðum við Rustem Úmerov og Andríj Hnatov, sem sitja í herforingjaráði Úkraínu, í Miami í Flórídaríki. Þess er vert að geta að Kushner, tengdasonur Trump, varð vellauðugur á aðkomu sinni að Abrahamsamningunum svokölluðu sem höfðu það að marki að koma sambandi Ísraels og hóps Arabaríkja í eðlilegt horf árið 2020. Selenskí Úkraínuforseti er upplitsdjarfur þrátt fyrir allt.AP Í kvöld sagðist Selenskí hafa átt „mjög innihaldsríkt og uppbyggilegt“ símtal við bandarísku sendimennina Witkoff og Kushner sem hann ræddi við í gegnum fjarfundarbúnað. „Úkraína er staðráðin í að halda áfram að vinna heiðarlega með Bandaríkjamönnum að því að koma á raunverulegum friði. Við komum okkur saman um næstu skref viðræðnanna við Bandaríkin og fyrirkomulag þeirra,“ skrifaði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum. Forgangsatriði að „kynda undir mótstöðu“ í Evrópu Viðræðurnar eru haldnar í skugga nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar sem birt var í gær. Í henni er varpað ljósi á þá gjá sem myndast hefur á milli heimsmynda leiðtoga hvorra sín megin við Atlantshafið. Líkt og fjallað var um í gær hefur innihald áætlunarinnar valdið miklum áhyggjum og hneykslan í Evrópu. Samkvæmt henni líta bandarísk stjórnvöld svo á að Evrópa standi frammi fyrir algjöru siðrofi vegna stríðs straums innflytjenda. Í það stefni að Evrópa verði ekki lengur áreiðanlegir bandamenn vegna þess að bráðum verði íbúar Evrópu að minnihluta í eigin löndum. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Einnig er „stöðugu“ sambandi við Rússland forgangsraðað og beinlínis sagt að ríkisstjórnir Evrópu hafi að svo miklu leyti grafið undan lýðræði og tjáningarfrelsi í álfunni að raddir „hins mikla meirihluta“ sem vilji gefa Úkraínu upp á bátinn og þannig ná skjótum friði. Í áætluninni er það berum orðum sagt að það sé forgangsatriði í utanríkisstefnu Bandaríkjanna að „kynda undir andstöðu“ við þá stefnu sem Evrópuþjóðir eru á. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Leiðtogarnir fjórir áttu fjarfund fyrir tveimur vikum síðan þar sem mögulegt friðargæslulið „bandalags hinna viljugu“ í Úkraínu var rætt sem ætlað er að tryggja öryggi Úkraínu þegar vopnahlé kemst á. Reuters og Guardian fjalla um málið. Afdrikaríkir dagar Drög að friðarsáttmála, sem lekið var á dögunum og samið var um í kyrrþey milli bandarískra og rússneskra embættismanna, hafa ekki fallið vel í kramið hvorki í Kænugarði né í öðrum höfuðborgum Evrópu. Getgátur eru jafnvel uppi um að texti þessa 28 punkta draga hafi verið vélþýddur af rússnesku. Úkraínumenn sögðu þessi drög samsvara uppgjöf. Erindrekarnir bandarísku sem útbjuggu þessi drög ásamt rússneskum erindrekum, og freista nú að ná samningi við Úkraínumenn, eru þeir Steve Witkoff fasteignamógúll og golffélagi Trump og Jared Kushner tengdasonur hans. Þeir hafa nú í þrjá daga staðið í viðræðum við Rustem Úmerov og Andríj Hnatov, sem sitja í herforingjaráði Úkraínu, í Miami í Flórídaríki. Þess er vert að geta að Kushner, tengdasonur Trump, varð vellauðugur á aðkomu sinni að Abrahamsamningunum svokölluðu sem höfðu það að marki að koma sambandi Ísraels og hóps Arabaríkja í eðlilegt horf árið 2020. Selenskí Úkraínuforseti er upplitsdjarfur þrátt fyrir allt.AP Í kvöld sagðist Selenskí hafa átt „mjög innihaldsríkt og uppbyggilegt“ símtal við bandarísku sendimennina Witkoff og Kushner sem hann ræddi við í gegnum fjarfundarbúnað. „Úkraína er staðráðin í að halda áfram að vinna heiðarlega með Bandaríkjamönnum að því að koma á raunverulegum friði. Við komum okkur saman um næstu skref viðræðnanna við Bandaríkin og fyrirkomulag þeirra,“ skrifaði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum. Forgangsatriði að „kynda undir mótstöðu“ í Evrópu Viðræðurnar eru haldnar í skugga nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar sem birt var í gær. Í henni er varpað ljósi á þá gjá sem myndast hefur á milli heimsmynda leiðtoga hvorra sín megin við Atlantshafið. Líkt og fjallað var um í gær hefur innihald áætlunarinnar valdið miklum áhyggjum og hneykslan í Evrópu. Samkvæmt henni líta bandarísk stjórnvöld svo á að Evrópa standi frammi fyrir algjöru siðrofi vegna stríðs straums innflytjenda. Í það stefni að Evrópa verði ekki lengur áreiðanlegir bandamenn vegna þess að bráðum verði íbúar Evrópu að minnihluta í eigin löndum. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Einnig er „stöðugu“ sambandi við Rússland forgangsraðað og beinlínis sagt að ríkisstjórnir Evrópu hafi að svo miklu leyti grafið undan lýðræði og tjáningarfrelsi í álfunni að raddir „hins mikla meirihluta“ sem vilji gefa Úkraínu upp á bátinn og þannig ná skjótum friði. Í áætluninni er það berum orðum sagt að það sé forgangsatriði í utanríkisstefnu Bandaríkjanna að „kynda undir andstöðu“ við þá stefnu sem Evrópuþjóðir eru á.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila